fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Tanja Rós komst áfram í undanúrslit í forsíðukeppni Maxim

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. október 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og við sögðum frá í lok september kepptu minnst sex íslenskar konur um að verða forsíðustúlka karlablaðsins Maxim. Um er að ræða alþjóðlega keppni þar sem sigurvegarinn fær að launum 25 þúsund dollara og verður forsíðustúlka tímaritsins. 

Af þessum sex fóru fjórar þeirra áfram í sínum hópi, það eru fyrirsæturnar Aníta Ösp Ingólfsdóttir, Bryndís Líf, Hulda Lind Kristins og Tanja Rós Viktoríudóttir.

Og nú stendur ein þeirra eftir í undanúrslitum, Tanja Rós.

Tanja Rós fæddist í Úkraínu, en býr á Íslandi.

Á Facebook segist hún endalaust þakklát öllum þeim sem hafa stutt hana og minnir á að netkosningin í undanúrslitunum er hafin. Segist hún varla trúa því að hún hafi komist þetta langt en stúlkur frá öllum heimshornum hófu keppni í 144 fjölmennum hópum.

Þeir sem vilja Tönju Rós áfram geta gert það hér.

Um er að ræða 12 hópa með 14 konum í, þar sem ein verður kosin í hverjum hópi og munu þær 12 sem eftir standa 8. nóvember keppa um sigur.

Til mikils er að vinna í keppninni en sigurvegarinn verður myndaður af ljósmyndaranum Gilles Bensimon og mun prýða forsíðu fyrsta tölublaðs næsta árs. Þá fær sigurvegarinn 25 þúsund dollara, rúmlega 2,7 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé.

Tímaritið Maxim var stofnað í Bretlandi árið 1995 og er í dag gefið út í 76 löndum um allan heim. Meðal þeirra sem prýtt hafa forsíðu blaðsins eru þær Britney Spears, Hilary Duff, Anna Kournikova og Lindsay Lohan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“