fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Milda Hjartað hans Jónasar Sig

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. október 2018 11:30

Jónas Sig

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónas Sig sendir frá sér sína fjórðu sólóplötu í nóvember og ætlar af því tilefni að leggja land undir fót ásamt hljómsveit sinni.
Platan heitir Milda hjartað og mun Sena gefa hana út.
Í tónleikaröðinni verða fjölmargir staðir út um allt land heimsóttir, til dæmis Siglufjörður, Akureyri, Dalvík, Rif, Seyðisfjörður, Þorlákshöfn, Egilsstaðir og svona mætti lengi telja, en miðasalan fer fram á midi.is.
Samhliða plötunni gefur Jónas einnig út bók með textum laganna ásamt heimspekilegum hugleiðingum sínum sem geta farið út í geim og til baka!
„En þá var þessi hugmynd um milda hjartað komin í mig og lét mig ekki vera. Þessi hugmynd að gera plötu sem væri meira klassísk, „singer/songwriter“ eins og maður slettir. Lög sem þú getur spilað á kassagítar. Lög sem væru flutt af hljómsveit og gamaldags fílingur eins og verið sé að djamma. Svolítið í anda þess sem Bob Dylan gerði með The Band og síðan auðvitað trommu, bassa, fönk stemmning í anda James Brown. Bræða þessu saman við einlægni og hlýju, blandað saman við von. Það er milda hjartað.“
Dagsetningar:
11. nóv Midgard Hvolsvelli
14. nóv Frystiklefinn Rifi
17. nóv Havarí Berufirði
18. nóv Valaskjálf Egilsstaðir
19. nóv Bláa kirkjan á Seyðisfirði
20. nóv Hafið Höfn í Hornafirði
22. nóv Fish House Grindavík
28. nóv Menningarhúsið Berg Dalvík
29. nóv Græni hatturinn Akureyri
30. nóv Segull Siglufirði
1. des Bíó Höllin Akranesi
23. des Gamla bíó Reykjavík
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar