fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Julia Roberts falleg í bleiku – „Það erfiðasta sem ég hef gert er að treysta á sjálfa mig“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. október 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Julia Roberts er í forsíðuviðtali nýjasta tímarits Harpers Bazaar, sem fékk enga aðra en Oprah Winfrey til að taka viðtalið.

Roberts talar meðal annars um að verða fimmtug, að eldast í sviðsljósinu og samfélagsmiðla. Á myndunum klifrar og hangir Roberts meðal annars í klettum í bleikum hátískukjól og segir Roberts að hún sé lofthrædd, en passað hafi verið upp á að setja hana ekki í hættu. Aðspurð um hvað hræði hana meira en mikil hæð svarar Roberts; „Trúlega að treysta á sjálfa mig.“

Roberts segir að hana hlakki til að eldast þar sem sextugsaldurinn hafi byrjað einstaklega vel. „Áður en ég átti fimmtugsafmæli þá spurði Danny hvað ég vildi gera og ég sagði honum að ég vildi fara fimm daga í burtu þar sem það væru bara við úr sambandi við umheiminn.

Ég varð fimmtug og þetta var einstakt og fallegt. Við vorum bara tvo og á tímabili hugsaði ég: Vá hvað þetta er skrýtið, að vera ekki með börnunum, við fimm saman.

Á afmælisdaginn minn keyrðum við í bæ rétt hjá og ég var bara: Við verslum smá og fáum okkur góðan mat að borða. Þetta verður frábært.

Við stoppuðum síðan í brimbrettabúð og ég fer á salernið þar. Þegar ég kem fram heldur Danny á brimbretti og spyr mig: Hvernig finnst þér þetta? Og ég svara honum að þetta sé nú frekar stórt bretti, hvað hann ætli að gera við það

Þá færir hann brettið til hliðar og börnin okkar standa þar á bak við. Ég fer bara að gráta þegar ég rifja þetta upp.

Roberts og eiginmaður hennar Daniel Moder hafa verið gift í 16 ár og eiga saman tvíburana Hazel og Finn, 13 ára, og Henry, 11 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna