fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fókus

HAM fékk Menningarverðlaun DV

Fókus
Laugardaginn 6. október 2018 16:10

Stefán Magnússon formaður dómnefndar í flokknum tónlist

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarverðlaun DV voru veitt við hátíðlega athöfn í gær í höfuðstöðvum Frjálsrar fjölmiðlunar við Suðurlandsbraut. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1979 fyrir framúrskarandi árangur á menningarsviðinu. Í þetta skiptið voru verðlaunin veitt í sjö flokkum; leiklist, tónlist, kvikmyndum, myndlist, bókmenntum, fræðiritum og stafrænni miðlun auk sérstakra heiðursverðlauna.

Þá voru einnig af­hent verðlaun þeim sem fékk flest at­kvæði meðal al­menn­ings í net­kosn­ingu þar sem al­menn­ingi gafst kost­ur á að velja úr hópi allra þeirra sem til­nefnd­ir voru í öll­um flokk­um.

Í flokknum Tónlist stóð HAM uppi sem sigurvegari fyrir plötuna Söngvar um helvíti mannanna.

Í umsögn dómnefndar sagði:

HAM er ein merkasta rokkhljómsveit Íslands og þau ár sem hún gefur út breiðskífur fullar af nýju efni eru einfaldlega betri ár en önnur. Þessi tíu laga breiðskífa er unnin í samvinnu við upptökustjórann Arnar Guðjónsson, sem einnig hefur unnið með ekki ómerkari tónlistarmönnum og Leaves, Kaleo og Árstíðum, og hljómurinn er gjörsamlega skotheldur. Söngvar um helvíti mannanna er nútíma sinfónia skrifuð og flutt af rokksveit þar sem gítarar og bassar spinna dimman og drungalegan, en á sama tíma ægifagran, rokkvef sem erfitt verður að toppa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Í gær

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára