„Það er ekki fræðilegt að neinn fái að stela bílnum mínum.“
Svo mælir Stephen Cullen, maður á þrítugsaldri, í samtali við fréttaveituna Daily Mail en honum tókst að stöðva bílaþjóf fyrir utan heimili sitt í Newcastle í Bretlandi. Atvikið náðist á myndband en það sem einkenndi aðstæðurnar er að Stephen hafi rokið út á Adamsklæðunum.
Sögur herma að Stephen hafi verið háttaður í rúminu með kærustu sinni seint um nótt þegar þjófavörnin á Range Rover-bifreið hans fór skyndilega í gang. Stephen hugsaði sig ekki tvisvar um, heldur hljóp út og kannaði málið. Hann eyddi engri orku í að koma sér í fatnað enda lítill tími í boði þegar eigandinn kom auga á einhvern í farþegasætinu. Þegar Stephen var kominn út fyrir dyrnar, mætti hann sautján ára gömlum þjófnum og tókst að góma hann í tæka tíð.
„Ég er nakta ninjan,“ segir Stephen kátur við fréttamiðilinn. Hann bætir við að þjófurinn hafi verið ráðþrota með hvert ætti að beina höndunum þegar kviknakta ofurhetjan mætti honum. Segist hann hafa ákveðið að kæra ekki þjófinn þegar hann sá hversu ungur hann var.
„Það eiga allir skilið annað tækifæri,“ segir hann.
Upptöku af atvikinu má sjá að neðan.