fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Fjölnir – „Ég var farin að mistúlka minningar og hræðast mínar eigin hugsanir“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 21:00

Fjölnir Gíslason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölnir Gíslason er 29 ára leiklistarnemi og er búsettur í Danmörku þar sem hann stundar nám sitt. Fjölnir er einnig nýlega greindur með Áráttu- og Þráhyggjuröskun eða OCD og hleypur nú í ágúst í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fyrir Hugrúnu geðfræðslufélag.

Fjölnir segist ekki hafa mikla reynslu af hlaupum né íþróttum almennt, en hann byrjaði að hlaupa og æfa reglulega eftir að hafa byrjað í leiklistarnáminu þar sem hann og bekkurinn hans þurfa að ganga í gegnum þolæfingar og styrktaræfingar sem nýtast þá bæði í leik og dansi.

„Ég ákvað að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Hugrúnu geðfræðslufélags því að ekki fyrir svo löngu síðan greindist ég með Áráttu- og Þráhyggjuröskun eða OCD. Þetta kom mjög leynt að mér og ég hafði ekki hugmynd um að það væri „eitthvað að“ ef svo má að orði komast. Það er svo oft sagt að manneskja með OCD þurfi alltaf að hafa allt hreint, allt í röð og reglu eða hafi tilhneygingu, til dæmis til að kveikja og slökkva ákveðið oft á ljósarofanum heima. Persónulega hef ég aldrei þurft að gera neitt svoleiðis þó vissulega geti sjúkdómurinn lýst sér þannig líka.

Mér leið endalaust eins og ég hefði gert einhverjum skaða eða ætti eftir að valda einhverjum skaða þannig ég fór að reyna að telja mér trú um að það væri ekki rétt með því að reyna að endurmuna og endurhugsa alla hluti og endaði þannig í einhverjum vítahring. Ég var farin að mistúlka minningar og hreinlega hræðast mínar eigin hugsanir þangað til ég var búinn að sannfæra mig margoft að ég hlyti bara að vera hræðileg manneskja, og þetta var minn stærsti kvíði. Það versta við þetta allt var að ég hélt að kvíðinn minn ætti mjög rétt á sér, ég var svo vond manneskja að eigin mati. Ég fór úr því að vera mjög kvíðinn yfir í það að upplifa sterka sektarkennd. Þannig gekk þetta fram og tilbaka.“

Fjölnir er líklega ekki sá eini sem lent hefur í því að skilja ekki eigin tilfinningar og upplifun af þessu getur fylgt gríðarleg skömm, skömm sem á ekki að fylgja andlegum veikindum. Í stað þess að leita sér hjálpar notaði Fjölnir internetið til að leita sér upplýsinga um það hvað gæti verið að hrjá hann. Hann endaði á vefsíðu um Áráttu- og þráhyggjuröskun og áttaði sig fljótt á því að einkenni þessa sjúkdóms áttu of vel við um hann. Fjölnir segist hafa orðið mjög hræddur á þessum tíma og hreinlega brotnað niður. Það var einmitt þá sem hann ákvað að leita sér hjálpar hjá Kvíðamerðferðarstöðinni þar sem hann var svo einmitt greindur með OCD.

„Ég átti oft mjög erfitt með að trúa því að þetta væri OCD því staðalímynd þessa sjúkdóms er svo grunnuð. Ég átti mjög erfitt með að trúa því að kvíðinn minn hefði ekki rétt fyrir sér og það kemur alveg fyrir ennþá, en alls ekki eins oft og áður. Ég man að mér leið eins og ég væri kominn með einhvern stimpil sem ég ætti aldrei eftir að losna við og hvað skömmin var mikil. Skömmin sem ég upplifði var svo bara helst mér sjálfum að kenna af því ég sjálfur hafði fordóma gegn OCD, en í kjölfarið upplifði ég mikið þunglyndi.“

Engin skömm í því að leita sér hjálpar

Fjölnir byrjaði í hugrænni atferlismeðferð hjá Kvíðameðferðarstöðinni og segir hann ferlið hafa verið honum mjög erfitt.

„Í dag er ég allt annar maður! Ég náði stjórn á kvíðanum mínum og mér líður miklu betur. Það kemur mér eiginlega á óvart þegar ég hugsa tilbaka, munin á því hvernig mér leið þá og hvernig mér líður í dag. Mér finnst ég vera mjög heppinn að hafa fengið hjálp svona snemma og er ég óendanlega þakklátur fyrir það fagfólk sem við eigum. Það er aldrei of seint að leita sér hjálpar og það er sko alls engin skömm í því. Ég er einnig endalaust þakklátur fyrir þann stuðning sem geoSilica hefur veitt mér, fyrir það fjármagn sem þau styrktu Hugrúnu um og þennan glugga fyrir mig að tjá mig. Ástæðan fyrir því að ég valdi að hlaupa fyrir Hugrúnu geðfræðslufélag er sú að mér finnst mikilvægt að fræða fólk um geðraskanir því það eru svo margar ranghugmyndir á lofti sem geta líka orðið til þess að flækja hlutina fyrir þeim sem eru að ganga í gegnum andleg veikindi. Þessar ranghugmyndir eru líka þær að fólk fari að dæma mann af því maður er veikur.“

Hugrún var stofnað af nemendum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við Háskóla Íslands. Félagið hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og úrræði, sem og að auka samfélagslega vitund. Félagið hefur staðið að aukinni fræðslu í framhaldsskólum, opnum fræðslukvöldum í Háskóla Íslands, fræðslu og kynningum í félagsmiðstöðvum, fræðslu fyrir foreldra og nemendafélög og fleiri. Hugrún geðfræðslufélag er einnig eingöngu rekið af styrkjum og margir þar að vinna sem sjálboðaliðar.

Mikilvægt að það sé talað um geðsjúkdóma og geðræn vandamál á  sama máta og talað er um aðra sjúkdóma

„Reykjavíkurmaraþonið er orðin eiginlegur vettvangur til þess að vekja athygli á því mikilvægi að styðja alla þá sem minna mega sín og þurfa á því að halda. Þetta er einn skemmtilegasti viðburður ársins því þarna kemur fólk sem hefur sett sér ákveðin markmið fyrir eigið líkamlegt hreysti en einnig til þess að vekja athygli á þeim málstað sem er þeim mikilvægur! Það er okkar aðal stefna að stuðla að bættri líkamlegri heilsu og vekja athygli á mikilvægi þess að fá rétta næringu, vítamín og steinefni í líkaman. Góð líkamleg heilsa helst í hendur við góða andlega heilsu og öfugt! Við vildum þar af leiðandi sýna stuðning við geðheilsu og vorum ótrúlega heppin að finna Fjölni sem vildi hlaupa fyrir málstað sem var bæði honum og okkur mikilvægur. Hann er svo flottur að tala opinskátt um sína eigin reynslu af því að hafa glímt við geðsjúkdóm og það hvernig honum tókst að vinna á því. Það er mjög mikilvægt að það sé talað um geðsjúkdóma og geðræn vandamál á  sama máta og talað er um aðra sjúkdóma. Þetta á ekki að vera neitt til þess að skammast sín fyrir og okkur finnst Fjölnir vera flott fyrirmynd fyrir aðra að vilja ræða opinskátt um sína reynslu og þá erfiðleika sem hann gekk í gegnum. Verum #huguð! „ segir Aníta Hauksdóttir, viðskiptaþróunarstjóri geoSilica.

Vill veita öðrum innblástur

Fjölnir segir ástæðuna fyrir því að hann hafi viljað tjá sig opinberlega er vonin að geta verið innblástur fyrir aðra sem gætu verið að glíma við einhverskonar geðræna röskun, að aðrir geti lesið hans sögu og mögulega viljað taka fyrsta skrefið í átt að betra lífi og leitað sér hjálpar.

„Ég vona það innilega að ef það er einhver sem les mína sögu og tengir við hana, einhver sem er að ganga í gegnum það sama, að hann finni í gegnum hana von um betra líf. Sjálfur er ég mjög hrifinn af málstað geoSilica, það sjónarmið að vilja stuðla að bæði bættri líkamlegri sem og andlegri heilsu er frábært og til fyrirmyndar. Ég hef verið að taka inn geoSilica Recover núna með æfingum og ég finn að ég er bæði fljótari að ná mér eftir æfingar og ég sef betur. Ég mæli eindregið með því fyrir aðra sem eru að hreyfa sig mikið. Ég hleyp fyrir Hugrúnu af því ég vil að fólk sæki sér hjálp fyrr á lífsleiðinni svo það geti einfaldlega átt betra og auðveldara líf. Vonandi einn daginn getum við svo saman útrýmt öllum misskilning, fordómum og þessum „skammar-stimpli“ sem á ekki að þurfa að fylgja andlegum veikindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
Fókus
Í gær

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði