fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Ásmundur hélt skötuveislu til styrktar bágstöddum: 1,5 milljón til Þroskahjálpar og margvíslegir aðrir styrkir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 14. júlí 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum haldið þetta árlega í 12 ár og við erum þrenn hjón sem höldum mest utan um þetta,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um Skötumessuna, stóra skötuveislu sem hann heldur nálægt Þorláksmessu að sumri til styrktar ýmsum aðilum sem eru hjálpar þurfi.

„Þorláksmessa að sumri er 20. júlí og við höldum þetta yfirleitt á miðvikudagskvöldi sem næst tuttugasta. Hins vegar er þingfundur miðvikudaginn 18. júlí svo við flýttum þessu aðeins,“ segir Ásmundur.

Veislan var haldin í sal Gerðaskóla í Garðinum og sóttu hana um 400 manns. Meðal þeirra var Brynjar Níelsson þingmaður og flokksbróðir Ásmundar, sem lýkur miklu lofsorði á veisluna og Ásmund í Facebook-færslu:

Fór ásamt meðferðarfulltrúa mínum, Jóni Gunnarssyni, í skötuveislu í Garðinum, sem Ásmundur Friðriksson hafði veg og vanda að. Ásmundur er einstakur maður og gat safnað mörg hundruð manns á miðju sumri í skötuveislu, allt í þeim tilgangi að safna fé til styrktar þeim sem höllum fæti standa í hans nærsamfélagi og víðar jafnvel. Þá má segja að allur þessi akstur hans hafi ekki verið til einskis.

Einu sinni sagði gömul vinkona mín að bílar væru ekki á neinu strái hér í Hrísey en ég segi að menn eins og Ásmundur eru ekki á hverju strái hér á landi.

Meðal þeirra mörgu sem njóta góðs af framtakinu er Þroskahjálp sem fékk úthlutað bílastyrk upp á 1,5 milljónir, NES – íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum sem hlaut 200.000 kr. fjárstyrk í ferðasjóð og Hjálparstofnun Kirkjunnar sem fékk hálfa milljón. Fyrirtæki styrkja þetta verkefni eitthvað og Icelandair Cargo gefur árlega hálfa milljón sem að þessu sinni rann til Hjálparstofnunar kirkjunnar.

Aðgangseyrinn í Skötumessuna er 4.000 krónur sem rennur óskiptur til líknarmála. „Við afhendum alla styrkina í lok kvöldsins þannig að allir sem mæta eru beinir þátttakendur í að gefa þessa peninga. Það er ekkert verið að spyrja seinna hvað var gert við peninginn, það liggur fyrir,“ segir Ásmundur.

Ásmundur gaf DV góðfúslega leyfi til að birta nokkrar myndir frá Skötumessunni og ljóst er af þeim að það var glatt á hjalla. Á Facebook-síðu sinni birti hann stuttan pistil um samkomuna og lista yfir fjárframlögin:

Það var beygur í mér fyrir Skötumessuna í kvöld en ég hafði áhyggjur af mætingunni. Samkeppni við stóran fótboltaleik og svo hefur veðrið í sumar ekki verið til að hvetja fólk til ferðalaga.
En vitir menn, enn og aftur var fullt hús á sal Gerðaskóla og gríðarlega fín stemning. Eins og áður kom maður í manns stað og nýliðarnir grétu það að hafa ekki mætt fyrr.
Það er stór kjarni fólks sem alltaf mætir á Skötumessuna og við eigum saman gleði og kærleiksstund.
Þakka öllum sem lögðu okkur lið, hjálpuðu til við kvöldið og gerðu þessa stórveislu mögulega enn á ný.

Gjafalisti Skötumessunnar 2018:

Hjálparstofnun Kirkjunnar 500.000 kr.

Sumardvöl fatlaðar í Öspinni: Trampólín og spil

Málning v/íbúðar Þroskahjálpar: Allt sem þarf

Eldri borgarar Reykjanesbæ: 80.000 kr.

NES ferðasjóður: 200.000 kr.

Andri Fannar og Óðinn: Fótboltaspil og græjur

Þroskahjálp: Kaup á bíl ca. 1,5 m.kr.

NES: Vinna stjórnar á Skötumessunni 80.000 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“