fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Vantar þig húsnæði? 50 fermetra ný íbúð á 16 milljónir – 22 milljónir með innbúi í Reykjavík

Fókus
Föstudaginn 13. júlí 2018 16:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd frá því fyrr í sumar

Á Bíldudal eru til sölu nýjar rúmlega 50 fermetra íbúðir með innbúi á aðeins 16 milljónir. Það er Kalkþörungaverksmiðjan í bænum sem reisti þessar glæsilegu íbúðir. Einar Sveinn Ólafsson sem starfar sem verkefnisstjóri verksmiðjunnar segir í samtali við DV að mögulegt væri að bjóða þessar íbúðir til sölu á um 22 milljónir í Reykjavík. Morgunútvarpið á Rás tvö heyrði í Einari í morgun og þar sagði hann byggingarkostnað í Reykjavík alltof háan og eftir reynsluna af því að reisa þessar íbúðir setti hann ýmis spurningarmerki við markaðinn hér á landi.

Í samtali við DV segir Einar Sveinn: „Þetta eru timburhús sem eru byggð um alla Skandinavíu, sérstaklega í Finnlandi, Eistlandi og Lettlandi, og er þetta útlit eða form sem þú sérð bara ein gerð af mörgum Þetta hús stenst algjörlega íslenska veðráttu.“

Þá segir Einar að fjárfestingabankar sem eru að sýsla með fé lífeyrissjóðanna sem séu að byggja að mestu og moka svo inn milljörðum og milljarðatugum í arðgreiðslur. Bendir hann á að hægt sé að kaupa hús ódýrt frá Eistlandi og fleiri löndum.

„Byggingarkostnaður þarf ekkert að vera svona hár í Reykjavík. Þeir þurfa ekki að keyra og flytja allt í hundruð eða þúsundir kílómetra. Virðiskeðjan er svo löng og það eru allir að taka upp í 100% í hverju þrepi. Þannig verður verðið svona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna