fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

STELPUSLAGUR Á PLANKA: 8 grjótharðar gellur taka slaginn á Sjómannadaginn

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 1. júní 2018 17:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við endurvöktum koddaslaginn í Reykjavík á síðasta ári en þá hafði hann legið niðri í rúmlega fimmtán ár. Í fyrra vorum við með sex stóra stráka en núna erum við með átta sterkar stelpur sem munu etja kappi í koddaslagnum,“

…segir Helga Lilja Magnúsdóttir sem stendur fyrir þessu uppátæki á Sjómannadaginn næstkomandi. Spurð að því hvernig þetta hafi hvarflað að henni segir hún hugmyndina að fatamerki hennar, Bið að heilsa, sækja innblástur í hafið:

„Við gerum bara fatnað sem gæti notast á sjó, skútu eða í hversslags útiveru. Okkur langaði að vekja athygli á merkinu á einhvern hátt en höfðum ekki áhuga á að vera með hefðbundna tískusýningu. Stephan Stephensen, hinn eigandi merkisins, kom með þá hugmynd að endurvekja þessa skemmtilegu hefð og svo kýldum við bara á það,“ útskýrir Helga sem stendur nú fyrir þessu annað árið í röð í samstarfi við Hátíð hafsins.

Brjálað stuð í koddaslagnum í fyrra. Vonandi verður veðrið með sama hætti á sunnudaginn.

Hefur þú verið á sjó?

„Nei ég sjálf hef aldrei verið á sjó en ekki en Stephan, samstarfsmaður minn er sjómaður í anda. Hann á skútu sem hann sigldi yfir Atlantshafið með fríðu föruneyti og var akkúrat að taka pungaprófið þegar við kynntumst, gaman að því.“

Hvaða konur eru þetta sem ætla að slást?

„Til dæmis Þórunn Antonía söngkona, Þuríður Blær leikkona og Steiney Skúla í Reykjavíkurdætrum. Svo ætla ég sjálf að taka slaginn líka.“

Steiney og Helga Lilja alveg grjótharðar.

Hvað er í verðlaun?

„Farandbikar sem er búinn til úr merkinu okkar og gullfallegur flugfiskur sem er búinn til af Irma. Hann Jóhann Pétur Guðjónsson sigurvegari seinasta árs mun mæta á svæðið og afhenda bikarinn sjálfur. Svo eru medalíur fyrir alla þáttakendur.“

Að lokum. Hvar verður slagurinn?

„Slagurinn er á Vesturbugt og plankinn er staðsettur á bryggjunni við hliðina á Kaffivagninum. Bardaginn byrjar klukkan 15:00 og stendur yfir hugsanlega í hálftíma eða svo. Dóri DNA skemmtigrís ætlar að kynna slagina og verðlaunaafhendingin verður í beinu framhaldi,“ segir Helga og tekur að lokum fram að það sé gott að standa á varðskipinu hægra megin við eða þá á bryggjunni hjá Slippnum.

„Þá sér maður vel.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda