fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

PENINGAR: 10 skotheldar leiðir til að vera alltaf með allt niðrum sig í peningamálum – og 10 leiðir til að hafa þau í lagi

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 11. maí 2018 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Langar þig að vera alltaf í rugli með fjármálin og hafa aldrei svigrúm til að kaupa þér neitt sem þú átt fyrir? Fyldu þá endilega  eftirfarandi ráðum:

1.

Gerðu alltaf ráð fyrir að í framtíðinni verði tekjur þínar umtalsvert hærri en tekjurnar sem þú ert með núna.

2.

Vertu dugleg/ur að kaupa hluti á visa-rað.

3.

Kláraðu námið seint og einbeittu þér að því að fá ekki meira en sex í hverju fagi, helst fimm… til að vera kúl. Ef þú ert í námi núna þá er tilvalið að hætta strax og sækja um vinnu á bensínstöð. Svo geturðu alltaf reynt að hasla þér völl sem Herbalifesali.

4.

Fyrir þér hefur orðið dráttarvextir eitthvað með kynlíf, líkamsrækt, bíla eða gelgjuskeiðið að gera. Ekki peninga.

5.

Taktu áhættufælni alltaf fram yfir áhættusækni.

6.

Finndu þér maka sem er illa haldin af merkjasnobbi, með útlitsþráhyggju og í stöðugri keppni við allt og alla í kringum sig. Bling bling týpuna.

7.

Taktu eins löng neyslulán og þú kemst upp með (enda er greiðslubyrðin svo miiiiklu lægri þegar maður er í tuttugu ár að borga af jeppaláninu… og skítt með uppsöfnuðu vextina).

8.

Láttu yfirdráttinn og smálánin redda þessu!

9.

Ekki pæla neitt í vöxtum og forðastu alltaf að opna gluggapóst.

10.

Ekki leggja fyrir eða safna peningum og ef þér skyldi detta í hug að gera það, mundu þá að það er alltaf best að byrja þegar þú átt fyrir því, sem verður ALDREI í þínu tilfelli.

Þetta var nú svolítið ömurlegt… hér eru 10 aðferðir sem þið getið reynt til að eignast peninga og verða kannski rík einn góðan veðurdag.

1.

Náðu þér í góða menntun, leggðu hart að þér, fáðu góðar einkunir og farðu svo í sérhæft framhaldsnám þar sem þú heldur áfram að fá góðar einkunir.

2.

Vaknaðu snemma á morgnanna og skokkaðu eða syntu til að koma lagi á hausinn, þetta gera m.a. tölvunördin í Kaliforníu sem í dag eru ríkustu menn heims. Bill Gates sefur ekki til hádegis. Ekki Oprah heldur. Morgunstund gefur gull í mund.

3.

Temdu þér aga í vinnubrögðum og dagsskipulagi. Lestu blöðin, t.d. Forbes, WSJ og Viðskiptablaðið. Fylgstu sérstaklega vel með öllum fréttum af Carlos Slim Helu, Bill Gates, Warren Buffet, Jeff Besos og Skúla Mogensen og athugaðu hvort eitthvað sé hægt að læra af þeim.

4.

Ekki vinna hjá ríkisstofnun. Aldrei. ALDREI.

5.

Lærðu að hlusta þegar aðrir tala og ekki álykta að þú vitir hvað fólk ætlar að segja næst.

6.

Gefðu af þér. Þegar þér er boðið í mat þá kemurðu með vín og auðvitað gerirðu eitthvað fyrir foreldra þína og fjölskyldu annað slagið. Þau sem gefa fá ríkulega til baka. Sérstaklega ef þú gefur án þess að búast við því að fá eitthvað til baka.

7.

Finndu þér góðan endurskoðanda og lærðu að skilja og tala skattamál.

8.

Mundu að hugurinn er eins og fallhlíf: Hún virkar best ef hún er opin.

9.

Temdu þér hófsemi í neyslu og vendu þig á ákveðnar rútínur í þeim málum. Til dæmis er alveg eins gott að kaupa bláa Boss skyrtu á útsölu eða lítinn svartan kjól eins og nýjan. Blá Boss skyrta er og verður alltaf bara blá Boss skyrta, eini er munurinn sá að á útsölu kostar hún 15.000 kr minna. Kjóllinn er og verður klassískur.

10.

Byrjaðu að leggja fyrir um leið og þú byrjar að vinna, t.d. bera út blöð sem unglingur, svo að margföldunaráhrifin vinni sem best með þér (en ekki gegn þér eins og þegar þú tekur lán á löngum tíma).

Að lokum gefum við eitt dæmi:

Jón og Gunni eru tvíburar. Að námi loknu byrjar Jón að leggja fyrir þúsundkall á ári í vísitölusjóð í alls átta ár, eða þar til báðir eru þrítugir. Þá hættir Jón að leggja fyrir en Gunni tekur upp þráðinn og byrjar þar sem Jón hættir, með þúsundkall á ári. Gunni safnar miklu lengur, eða í þrjátíu ár, eða þar til báðir eru orðnir sextugir. Ef báðir eru með 9% ávöxtun á sparnaðinum þá á Jón hærri upphæð þrátt fyrir að Jón hafi bara lagt fyrir í átta ár en Gunni þrjátíu.

Þar hafið’i það!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta