fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Sigmar Vilhjálmsson tjáir sig um kjaftasögurnar: „Konan mín átti að hafa komið að mér með manni“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur opnað sig um þrálátan orðróm þess efnis að hann sé samkynhneigður og að konan hans fyrrverandi hafi komið að honum í rúminu með öðrum karlmanni. Sigmar ræddi þetta í viðtali við Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atla Kjartansson í Brennslunni á FM957 í morgun.

Hjörvar opnaði umræðuna og sagði að það væri góð regla í lífinu að skjóta ekki sendiboðann. Sagði hann Sigmari að hann mætti ekki verða reiður út í sig fyrir að ræða kjaftasöguna frammi fyrir alþjóð.

„Eins og þú veist þá var ég í Bandaríkjunum í fimm vikur. Áður en ég fer út þá heyri ég sögu um þig og ég bara svona: „Ókei, ég þori aldrei að ræða þetta við Simma en gott og vel. Ég kem síðan heim í gær og fæ að heyra þessa sögu aftur. Má ég spyrja þig um eina slúðursögu sem er í gangi akkúrat núna?“ spurði Hjörvar.

Sigmar: „Ertu að fara að spyrja mig um hommasöguna?“

Hjörvar: „Hefurðu heyrt þetta áður? “

Sigmar: „Já (mikill hlátur). Ég er búinn að heyra hana. Erum við að fara ræða hana hérna? Djöfull ertu leiðinlegur maður. “

Hjörvar: „En Simmi, af því að ég fagna þessu, ertu kominn út úr skápnum? “

Sigmar: „Nei, ég er ekki kominn út úr skápnum, Hjörvar. Erum við í alvörunni að ræða þetta? “

Hjörvar: „Ég heyrði þetta. Ég er ekki mikið að ræða einkamál fólks en allavega, ég vissi að þú værir skilinn. “

Simmi: „Við fórum í sundur í júní í fyrra og skildum formlega í nóvember sem er gömul frétt, ef það var þá einhverntímann frétt.“

Hjörvar: „Ég hef ekkert gaman af því að strá þessu en ég er að spyrja þig: Varstu búinn að heyra þetta líka? “

Sigmar svaraði því til að hann hefði fyrst heyrt þessu fleygt fram í haust. Þá hafi vinur hans, Þorkell Guðbrandsson handboltamaður í Aftureldingu, hringt í sig og sagt honum að hann hefði heyrt á bar í Mosfellsbæ að Sigmar væri hommi. Sigmar sagði að hann hafi nú ekki verið að æsa sig yfir þessu, honum hafi fundist sagan góð en eins og oft vill verða með góðar sögur þá hafi hún ekki verið sönn.

„Ég hélt að þetta væri bara einhver saklaus saga en svo er ég búinn að heyra þetta aftur og aftur og […] það sem gerist í síðustu viku er að þá hringir frænka mín í bróður minn til að spyrja hvort það geti verið að það sé fótur fyrir þessu. Þetta er frænka mín og hún er að vinna hjá KPMG og það er kaffistofan þar. Það þýðir að þetta er ekki bara slúðursaga á einhverri hárgreiðslustofu úti í bæ, þetta er komið á kaffistofuna í KPMG. Ég hugsaði svona: „VÁ! Ef þetta er svona dreift af hverju er enginn af samkynhneigðu vinum mínum búinn að reyna við mig?,“ sagði Sigmar sem var augljóslega skemmt yfir sögunni.

„En nei, veistu það ég hef nákvæmlega ekkert á móti samkynhneigðum og ef ég væri samkynhneigður þá veistu alveg hvernig ég er. Ég myndi bara segja það,“ sagði Sigmar sem bætti við að sagan hefði alltaf orðið verri og verri, ef svo má segja. „Konan mín átti að hafa komið að mér með manni, það var maður og svo var hann allt í einu orðinn tvítugur,“ sagði Sigmar og bætti við að ef hann væri samkynhneigður þá myndi hann líklega hneygjast til eldri manna.

Sigmar sagði að hann reyndi að kenna börnum sínum að trúa ekki öllu því sem þeir heyra eða lesa, það væri ágætis lærdómur. Það er að minnsta kosti lærdómurinn sem taka má úr þessu máli enda reyndist ekki fótur fyrir sögunni um Sigmar þó athyglisverð sé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun