fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fastir pennarFókus

Narsisismi, lygar og Donald Trump

Fókus
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 22:00

Donald Trump hótaði að yfirgefa Hvíta húsið ekki. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Björk Ágústsdóttir,  sálfræðikennari og umsjónarkona Poppsálarinnar, skrifar:

Hugtakið „narsisisti“ er komið úr grískri goðafræði þar sem fallega goðið Narsissus var svo upptekinn af eigin spegilmynd að hann féll út í spegilslétt vatn og drukknaði. 

Þegar við tölum um narsisma í daglegu tali þá erum við oftast að tala um einstaklinga sem eru mjög sjálfhverfir, yfirborðskenndir, eigingjarnir og finna lítið til með öðrum eða hafa litla sem enga samkennd. 

Elva Björk. Mynd/Valli

Í nýjasta þættinum af Poppsálinni er fjallað um ólíkar tegundir narsisma og Donald Trump. Narsisískur einstaklingur getur verið aðili sem nýtir sér samviskubits aðferðir og kúgun til að stjórna öðrum yfir í að vera stórhættulegur og siðlaus lygari. Tengill á þáttinn er hér neðst í greininni.

Narsismi er í raun samansafn einkenna. Þetta eru sjálfhverf einkenni sem eru ósköp mannleg og sýnum við þau öll upp að einhverju marki. En ef einkennin eru nægilega mörg, truflandi og óviðeigandi, miðað við þroska og aldur, er oftast talað um sjálfsdýrkandi persónuleikaröskun.

Fræðimenn hafa talað um að til séu nokkrar tegundir af narsisma  og geta einstaklingar með þessi ólíku einkenni verið mishættulegir.

Áunninn narsismi

Í þættinum er einnig fjallað um áunnin narsisma. Um er að ræða sjálfhverfa hegðun sem þróast vegna stöðu einstaklingsins í samfélaginu. Manneskjan er mögulega óvænt fræg eða rík. 

Aðdáendur, aðstoðarmenn, fjölmiðlar og samfélagsmiðlar ýta þá undir þá hugmynd að hún sé mikilvægari en aðrir. Þessi mikla aðdáun og vinsældir kveikja þá á narsisískum hugmyndum eða narsisma sem getur í alvarlegustu tilvikum þróast út í sjálfsdýrkandi persónuleikaröskun .

Margir hafa talað fyrir því að Donald Trump hafi verið algjörlega óhæfur forseti vegna þess að hegðun hans sé einkennandi fyrir sjálfsdýrkunar-persónuleikaröskun. Fyrir marga virðist Donald Trump vera sjarmerandi og klár við fyrstu kynni, með skýrar hugmyndir og á ráð við öllu.

Klofin þjóð kýs leiðtoga eins og Trump

Þjóð sem er klofin og upplifir óöryggi sækir í svona leiðtoga.

Þjóðin sækir síður í manneskju sem er brothætt, sveigjanleg í skoðunum og gerir mistök. Þjóðin vill öflugan aðila, sjálfsöruggan og ákveðinn. Við fyrstu sýn virðist Trump uppfylla þessi skilyrði. Hann nær fólki á sitt band en skiptir þeim út fyrir annað fólk jafn ört og hann skiptir um nærbuxur. Þörf narsisistans til að fá viðurkenningu, keppa við aðra og sigra getur fyrst í stað verið jákvætt fyrir þjóðina. Með tímanum fara þó einkenni eins og ofurviðkvæmni, óöryggi, reiði, pirringur og paranoja að gera vart við sig. Einstaklingurinn hlustar ekki að ráð annarra, tekur lítið tillit til fólks og á erfitt með að sýna samkennd. Oft skilur hann því eftir sig brotin loforð og sviðna jörð þegar frá líður.

Samkvæmt þeim sem hafa rannsakað hegðun Trumps og það sem hefur gerst undanfarin fjögur ár, er nokkuð víst þau sem hafa unnið náið með Trump sjái brestina. 

Í grunninn má segja að maðurinn sé einstaklega óöruggur, hann lýgur og  hannar sinn eiginn veruleika til að viðhalda þeirri hugmynd að hann sé betri og klárari en aðrir. Hann kennir öðrum um mistök sín og æsir sig við minnsta mótlæti. Hann þrífst á athygli, vill vera í sviðsljósinu og talar grunnt og óljóst um þau málefni sem skipta máli.

Mat geðlækna og sálfræðinga

Árið 2017 kom út bókin The Dangerous Case of Donald Trump þar sem 27 geðlæknar og sálfræðingar leggja mat sitt á andlegt ástand forsetans fyrrverandi og er það samhljóma mat þeirra að Donald Trump sé stórhættulegur.

Eins og við höfum orðið vitni að þá hafa þessi fjögur ár þar sem Trump hefur setið í stóli forseta verið mikill rússíbani og ekki munaði miklu að algjör upplausn yrði fyrir stuttu þegar Trump virtist hvetja mótmælendur til að ráðast á Hvíta húsið.    

Áhyggjur margar sérfræðinga af andlegu ástandi forsetans voru því mögulega réttmætar og líkt og mistök sem við gerum í lífinu þá kennir þetta okkur vonandi eitthvað um leiðtoga og þá eiginleika sem við viljum sjá hjá þeim sem taka stórar ákvarðandi fyrir okkur hin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun