fbpx
Fimmtudagur 17.október 2019  |
Eyjan

Flóttamannatúristarnir – og Vesturfararnir íslensku

Egill Helgason
Föstudaginn 18. janúar 2013 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég lenti í samræðum á Facebook í framhaldi af þessari færslu Eiðs Guðnasonar. Hún spannst út af þeim orðum Kristínar Völundardóttur að hælisleitendur sæktust eftir því að komast í bílífi á Íslandi. Eiður skrifaði:

 

Og þetta er það sem ég lagði til málanna:

Þetta er fólk sem er að leita sér að betra lífi – og hefur nánast allan heiminn á móti sér. Alls staðar eru lokuð landamæri – ólíkt því t.d. þegar Íslendingar fluttu til Vesturheims á sínum tíma. Þeir gátu bara keypt sér far og látið sig hverfa héðan. Er þetta eitthvað verra fólk?

— — —

Umræðan um þetta fólk er algjörlega blöskranleg. Vandinn er hinar háu girðingar sem hinn velmegandi heimur hefur reist í kringum sig. Maður ætti að geta sett sig í spor fátæks fólks frá t.d. Afríkulöndum sem sér enga framtíð heima fyrir og reynir að komast burt. Þetta er nákvæmlega það sem t.d. íslensku Vesturfararnir gerðu – en þeir voru kannski óttalegt pakk líka?

— — —

Það er búið að loka öllum landamærum meira og minna fyrir þeim sem eru að leita sér að betra lífi. Hver erum við til að dæma fólk sem er að reyna að brjótast úr fátækt? Og þótt það ljúgi til um aldur? Og auðvitað vill fólkið komast til Bandaríkjanna, það hefur heyrt það frá blautu barnsbeini að Bandaríkin séu fyrirheitna landið og þar er líka að finna fólk af þjóðerni þess. Við getum setið hérna í okkar vestræna hroka, í allri okkar ofgnótt, kvartað undan kreppu, og úthúðað flóttamönnum – en það er afar lítilmannlegt. Hvað vitum við um hvað þetta fólk hefur gengið í gegnum – hvað deyja til dæmis margir við að reyna að komast til Vesturlanda?

— — —

Nei, auðvitað er það ekki lausn. En segðu það við 20 ára strák eða stúlku í Sómalíu eða Afganistan sem vill ekki kasta lífi sínu á glæ í fátækt og allsleysi.

— — —

Gleymum því ekki að það er oft dugmesta fólkið sem fer burt. Hvað myndi maður gera sjálfur – ætli maður myndi hika við að beita lygum og blekkingum til að vera ekki sendur aftur heim?

— — —

Hvað er ólíkt við þetta? Fólkið er að leita að nákvæmlega því sama, betra lífi fyrir sig og sína. Ólíkt því sem var á tíma vesturfaranna eru alls staðar hindranir, landamæri eru lokuð og alls staðar strangt eftirlit þannig að það kemst ekki á milli nema með því að fara á svig við lög sem við á Vesturlöndum höfum sett til að vernda forréttindastöðu okkar.

 

Svo er hér lítil frétt af Smugunni þar sem rætt er við lögfræðinginn Sigurð Örn Hilmarsson sem hefur farið með málefni flóttamanna:

,,Í tæp fjögur ár hef ég komið að hagsmunagæslu hælisleitenda sem hafa upplifað vítiskvalir á flótta undan ofsóknum í heimalandi sínu,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson lögfræðingur á Rétti en Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar segir suma hælisleitendur líta á Ísland sem fýsilegan kost því úrvinnsla hælisumsókna sé svo tímafrek. Á meðan kynni þeir sér land og þjóð og fái frítt uppihald. Rætt var við Kristínu í fréttum RÚV í gær en ummælin hafa vakið mikla reiði.

Sigurður Örn  segir þetta vera fólk sem hafi eytt aleigunni, stundum eftir áratugalanga söfnun, til þess að flýja stríð, ofbeldi eða ofsóknir vegna trúarskoðana, pólitískra skoðana, kynþáttar, kynhneigðar. ,,Það er því frekar firrt að halda því fram að hælisleitendur séu e-s konar frístundatúristar sem séu bara að „að kynna sér land og þjóð“ með fullu fæði í boði íslenska ríkisins. Ég get fullvissað Útlendingastofnun um að aðstæður þessara einstaklinga eiga nákvæmlega ekkert sameiginlegt með sumarfríi forstjórans né annarra Íslendinga.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Landsvirkjun: Gjaldskrárbreytingar í samræmi við lífskjarasamninga

Landsvirkjun: Gjaldskrárbreytingar í samræmi við lífskjarasamninga
Eyjan
Í gær

Styrmir: Staðan er áhyggjuefni fyrir stjórnarflokkana

Styrmir: Staðan er áhyggjuefni fyrir stjórnarflokkana
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lagafrumvarp gegn ólöglegum smálánum lagt fram á Alþingi

Lagafrumvarp gegn ólöglegum smálánum lagt fram á Alþingi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Seðlabankinn úthýsir lánafyrirtækjum – Fá ekki viðskiptareikning frá og með 1. apríl

Seðlabankinn úthýsir lánafyrirtækjum – Fá ekki viðskiptareikning frá og með 1. apríl