fbpx
Sunnudagur 02.apríl 2023
Eyjan

Þrjú dæmi um skelfilegt rugl

Egill Helgason
Föstudaginn 24. júlí 2009 08:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið rifist um Icesave og geysileg svikabrigsl uppi vegna þess.

En það eru fleiri mál af svipuðum toga sem valda okkur þungum búsifjum.

Til dæmis að Seðlabanki Íslands var rekinn í þrot á síðasta ári vegna svokallaðra endurhverfra viðskipta við fjármálafyrirtæki.

Tapið hljómaði upp á 350 milljarða króna.

Ríkið þurfti að koma Seðlabankanum til bjargar með því að kaupa af honum ónýtar eignir og gefa út skuldabréf upp á 270 milljarða eins og lesa má í þessari grein Ólafs Arnarsonar sem fjallar um afglöp stjórnar Seðlabankans.

Eins og Ólafur segir fellur þetta tap óskert á íslenska skattgreiðendur.

Svo eru það peningamarkaðssjóðirnir sem ríkið rétti við með 200 milljarða króna innspýtingu. Þar voru ónýt skuldabréf keypt fyrir skattpeninga af ríkisstjórn sem var að fara á taugum. Hér er grein Sölva Tryggvasonar um peningamarkaðssjóðina.

Þarna erum við komin í meira en 500 milljarða. Allt vegna hins dæmalausa – og jafnvel glæpsamlega – rugls sem tíðkaðist hér í bankakerfinu.

Við þetta bætist svo Icesave – við vitum ekki hver fjárhæðin verður sem íslenskur almenningur þarf að greiða vegna þeirra gjörninga íslenskra útrásargosa sem fengu að leika lausum hala í skjóli óhæfra embættismanna og stjórnmálamanna sem kusu að trúa á óvænta björgun – jólasveininn? – alveg þangað til allt hrundi yfir þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Nóg komið af dyggðasýningum, slaufunarmenningu og kynlausum persónufornöfnum

Björn Jón skrifar: Nóg komið af dyggðasýningum, slaufunarmenningu og kynlausum persónufornöfnum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Heimir spyr hvers vegna við erum ekki að ræða mál málanna – „Hér er fólk í hálfgerðri ánauð“

Heimir spyr hvers vegna við erum ekki að ræða mál málanna – „Hér er fólk í hálfgerðri ánauð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn

Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólrún og Hildur til liðs við Terra umhverfisþjónustu

Sólrún og Hildur til liðs við Terra umhverfisþjónustu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Atvinnurekendur og launafólk ræða um aðgerðir gegn verðbólgunni

Atvinnurekendur og launafólk ræða um aðgerðir gegn verðbólgunni
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þessir þingmenn hafa eytt mestu skattfé í ferðalög – Bróðir seðlabankastjóra trónir á toppnum

Þessir þingmenn hafa eytt mestu skattfé í ferðalög – Bróðir seðlabankastjóra trónir á toppnum
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varaþingmaður VG segir sig úr flokknum eftir að frumvarpið umdeilda flaug í gegn

Varaþingmaður VG segir sig úr flokknum eftir að frumvarpið umdeilda flaug í gegn