fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Furðuskrif lögmanns

Egill Helgason
Miðvikudaginn 15. apríl 2009 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grein Brynjars Níelssonar lögmanns kemur ekki mikið á óvart. En einhverjir varðmenn gamla kerfisins munu sjálfsagt stökkva fagnandi á hana.

Í annarri grein, sem hann skrifaði snemma síðasta vetur, setti hann sig upp á móti stofnun embættis sérstaks saksóknara og taldi af og frá að rannsaka mál líkt og grunur léki á um refsiverð brot.

Þetta stangast mjög á við það sem til dæmis Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, skrifaði um svipað leyti, en þar mælti hann með því að erlendir aðilar kæmu að rannsókninni, Íslendingar væru ekki færir um að rannsaka þetta sjálfir, og sagði að sterkur grunur væri um margháttuð refsiverð brot.

Hefðu þessi ummæli Boga gert hann vanhæfan? Er það líklegt?

Hann sagði:

Umfang tjónsins, eitt út af fyrir sig, vekur grunsemdir um að refsiverð lögbrot hafi verið framin í starfsemi bankanna. Þá hafa komið fram vísbendingar um margvísleg kross eigna- og eigenda tengsl hjá bönkunum og helstu viðskiptavinum þeirra, sem ástæða er til að kanna rækilega. Kvittur er um sitthvað misjafnt varðandi peningamarkaðssjóði bankanna; um óeðlileg lán til stjórnenda þeirra og um grunsamlegar ráðstafanir og fjármagnsflutninga skömmu fyrir hrunið svo eitthvað sé nefnt.

Þetta var skrifað í nóvember, þegar fátt af því sem síðar hefur komið fram hafði litið dagsins ljós.

Það er fjarstæðukennd fullyrðing að það geti gert ráðgjafa saksóknara vanhæfan að hann haldi því framað líklegt sé að framin hafi verið afbrot – og að rannsókn máls gæti leitt til sakfellingar.

Maður hefur eiginlega ekki heyrt aðra eins vitleysu.

Í framhaldi af þessu má benda á að Brynjar hefur verið samstarfsmaður Helga Sigurðssonar, lögmanns Kaupþings, en hann sá um að létta skuldum vegna hlutabréfakaupa af stjórnendum í Kaupþingi stuttu fyrir hrun. Enn virðast menn ekki hafa komist til botns í þeim gjörningi.

En það er full ástæða til.

En annars má gera því skóna að hér sé Brynjar að taka fyrsta skrefið í málsvörn útrásarvíkinganna – sem líkt og í Baugsmálinu mun mikið snúast um endalausar þrætur um formgalla og vanhæfi. Sjálf frú Joly varaði einmitt við því að svona störfuðu lögmenn auðmanna sem eru ákærðir fyrir efnahagsbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun