fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025

Sjáðu hvað Katrín sagði árið 2015 – Þetta er veruleikinn í dag

Orðið
Fimmtudaginn 20. september 2018 19:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Laun verða að vera þannig að hægt sé að lifa af þeim,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í tilfinningaþrunginni ræðu árið 2015 í umræðum um störf Alþingis þar sem rætt var um kröfu Starfsgreinasambandsins um að taxtar yrðu ekki lægri en 300 þúsund á mánuði. Katrín sagði: (sjáðu myndskeið af ræðu Katrínar neðst í umfjölluninni)

„Mikil verðmæti og miklir fjármunir eru til í samfélaginu en þeim er hins vegar gríðarlega ójafnt skipt. Því er ekki óeðlilegt að verkalýðshreyfingin setji fram kröfur um að fólk geti lifað af launum sínum.“

Þá benti Katrín á að stjórnvöld hefðu sjálf gefið út viðmið um hvaða laun væru nægilega há til að lifa af þeim.

„Ég fór að gamni mínu inn á reiknivél velferðarráðuneytisins þar sem birt eru neysluviðmið fyrir íslenska fjölskyldu og setti þar inn fjölskyldu eins og mína, þrjú börn og tvo fullorðna. Þegar skoðuð eru heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar, sem eru dæmigerð viðmið fyrir heimili, eru útgjöldin 641 þúsund krónur á mánuði.“

Katrín var í stjórnarandstöðu á þessum tíma og tveimur árum síðar, þegar hún var enn í sama hlutverki, var ræða hennar eftir stefnuræðu Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, með svipuðum hætti. Nú þegar Katrín er sjálf orðin forsætisráðherra er komið annað hljóð í strokkinn. Í lok ágúst sagði Katrín að komandi kjaraviðræður verði strembnar og ríkisstjórnin sé ekki í stöðu til að skilgreina hvort svigrúm sé til launahækkana.

Flokkur fólksins vildi nýverið sjá skattleysismörk hækka upp í 320 þúsund. Svar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var að yrðu skattleysismörk hækkuð myndi það kosta ríkissjóð 149 milljarða. Guðmundur Ingi Kristinsson, hjá Flokki fólksins, gaf lítið fyrir svör Bjarna og sagði: „Þá er búið að taka þessa 150 milljarða af eldri borgurum og öryrkjum og láglaunafólki og þá bara skilum við þessu.“

Katrín sagði sjálf árið 2015 að sambúðarfólk á lægstu töxtum sem væri að vinna úti myndi ekki ná endum saman. Staðan er ekkert breytt í dag. Lægsti launataxti verkafólks nemur rétt rúmum 266 þúsundum á mánuði og hæsti virki launataxti verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði slefar í rétt rúm 300 þúsund á mánuði. En flestir verkamenn á hinum almenna markaði taka laun eftir launatöxtum sem nema frá 270 til 285 þúsund á mánuði. Katrín sjálf er með rúmar tvær milljónir í laun á mánuði. Katrín sagði í ræðu sinni árið 2015.

„Stöðugleiki verður ekki eingöngu mældur í hagstærðum, hann verður líka að mæla í því að fólk geti lifað af launum sínum.“

Það er ekki orðið á götunni heldur staðreynd að Katrín Jakobsdóttir leiðir ríkisstjórn lands þar sem fólk lifir undir fátækramörkum, líkt og Katrín vitnaði svo skörulega til fyrir þremur árum. Reiknivél velferðarráðuneytisins staðfestir það. Það er rétt að stöðugleiki verður ekki mældur í hagstærðum. Og það er líka rétt að fólk verði að geta lifað af launum sínum. En ríkisstjórn Katrínar virðist ekki hafa dug í sér til að breyta því.

Myndbandið má sjá í fullri lengd á vef Alþingis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Gærdagurinn var tilfinningarússíbani – Rifjaði upp samtal við Diogo Jota eftir leik

Gærdagurinn var tilfinningarússíbani – Rifjaði upp samtal við Diogo Jota eftir leik
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk ekki að vefengja erfðaskrá eftir andlát föður síns því ekkjan var svo snögg að leita til sýslumanns

Fékk ekki að vefengja erfðaskrá eftir andlát föður síns því ekkjan var svo snögg að leita til sýslumanns