fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025

Hættu að fótbrjóta fólk Dagur!

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. mars 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði skellti sér út að hjóla í tilefni af snjóleysi síðustu vikna. Kosningar í Reykjavík nálgast óðfluga og rúmlega helmingur af flokkunum 12 sem ætla að bjóða fram vilja að borgarbúar hjóli í stað þess að keyra. Ljósin á hjólinu virkuðu, keðjurnar á hjólinu voru vel smurðar og eins og allir vita er Svarthöfði alltaf með hjálm, því stefndi allt í ánægjulegan hjólatúr um Reykjavík.

Þegar Svarthöfði var að njóta þess að svífa framhjá umferðinni á Grensásvegi rann hjólið í mölinni með þeim afleiðingum að undirritaður datt af hjólinu og meiddist þó nokkuð. Leiðin lá á slysadeildina þar sem þreyttir og fátækir heilbrigðisstarfsmenn sáu um að gera að sárunum. Talið barst að orsökum óhappsins og sagði þá þreytta og fátæka hjúkkan við Svarthöfða að hann væri sá þriðji á nokkrum dögum sem hefði runnið á hjóli í mölinni sem hylur hjólastíga borgarinnar. Tveir strákar hefðu brotið bein eftir að hafa dottið af hjóli í mölinni.

Nú er Svarthöfði þannig gerður að honum finnst að ábyrgðin eigi ávallt að vera á herðum hæstráðanda. Þannig mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vera ábyrgur fyrir skólpinu sem lak í fyrrasumar og var nánast búið að gera út af við sjósund í Faxaflóa. Dagur er einnig ábyrgur fyrir Orkuveitu Reykjavíkur, Svarthöfði viðurkennir reyndar að hann viti lítið um það batterí allt en það er örugglega eitthvað spillt. Þannig er Dagur borgarstjóri ábyrgur fyrir því að tveir strákar séu búnir að brjóta á sér fæturna.

Það er algjörlega galið að borgarstjóri sé að fótbrjóta ungmenni eins og enginn sé morgundagurinn. Þótt vissulega hafi Dagur verið að reyna að sleppa því að fótbrjóta unga sem aldna með því að sanda göturnar þegar það er ísing og snjór þá er hann klárlega að reyna að fótbrjóta ungmenni með því að gleyma að sópa burtu sandinum þegar það vorar.

Annars er margt furðulegt við þetta ástarsamband borgarmeirihlutans við hjólreiðar. Það eru alltaf til peningar til að leggja hjólastíga, byggja brýr og þrengja götur en það er ekki hægt að halda þeim við. Það er hægt að sanda en ekki hægt að moka sandinum burt. Ungmenni eiga að hjóla með hjálm en þau mega ekki fá ókeypis hjálm í skólanum því börnin gætu farið að hugsa hlýlega til einhvers skipafyrirtækis. Svo vill borgarstjóri að allir fari út að hjóla en stundar það að fótbrjóta ungmenni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Illugi agnúast yfir mynd af Kristrúnu – „Myndin sjálfkrafa einskis virði“

Illugi agnúast yfir mynd af Kristrúnu – „Myndin sjálfkrafa einskis virði“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir höggið á dögunum

Strákarnir okkar standa í stað eftir höggið á dögunum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United setur sig í samband við Jorge Mendes – Vilja sækja sprettharða Þjóðverjann á Old Trafford

United setur sig í samband við Jorge Mendes – Vilja sækja sprettharða Þjóðverjann á Old Trafford
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Baldur til nýliðanna
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Örlimur Epstein var með sítrónulagi að sögn þolanda

Örlimur Epstein var með sítrónulagi að sögn þolanda
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“