fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025

Eplin falla við eikurnar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. september 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að sjaldan falli eplið langt frá eikinni. Samband ungra sjálfstæðismanna haldi sitt 45. sambandsþing á Akureyri dagana 20.-22.september. Þar verður kosið um formann og varaformann venju samkvæmt, en athygli vekur hverjir frambjóðendurnir eru, en þeir eru báðir afkomendur þekktra flokksgæðinga Sjálfstæðisflokksins.

Halla Sigrún Mathiesen hyggst reyna við formanninn, en hún er dóttir Árna Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Halla er 23 ára hagfræðingur og einnig með BA gráðu í stjórnmálafræði og sögu. Hún vinnur hjá Arion banka, en var áður hjá Landsvirkjun, en Árni faðir hennar var einmitt orðaður við forstjórastólinn þar árið 2008, sem eftirmaður Sjálfstæðismannsins Friðriks Sophussonar. Árni hinsvegar sóttist ekki eftir stöðunni og bar við í septembermánuði árið 2008, að hann vissi ekki til þess að hann hygðist hætta sem ráðherra á næstunni. Mánuði síðar hrundi bankakerfið og í janúar 2009 baðst Geir H. Haarde lausnar fyrir ríkisstjórnina, vegna hins svokallaða hruns.

Orðið á götunni er að á þingi SUS muni Páll Magnús Pálsson bjóða sig fram til varaformanns. Páll er einmitt sonur Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem nýlega ítrekaði þá afstöðu sína að hann hefði fyrir löngu átt að verða ráðherra, en hann var einn þeirra sem orðaðir voru við embætti dómsmálaráðherra.

Páll yngri er 23 ára lögfræðingur og er í meistaranámi við HÍ. Þess má til gamans geta að kærasta Páls er dóttir Ágústu Johnson frá fyrra hjónabandi, en Ágústa er sem kunnugt er eiginkona Guðlaugs Þórs Þórssonar, utanríkisráðherra. Það gætu því orðið kunnugleg nöfnin í framtíðarfréttum af pólitík, ef fram fer sem horfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir höggið á dögunum

Strákarnir okkar standa í stað eftir höggið á dögunum