fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025

Eplin falla við eikurnar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. september 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að sjaldan falli eplið langt frá eikinni. Samband ungra sjálfstæðismanna haldi sitt 45. sambandsþing á Akureyri dagana 20.-22.september. Þar verður kosið um formann og varaformann venju samkvæmt, en athygli vekur hverjir frambjóðendurnir eru, en þeir eru báðir afkomendur þekktra flokksgæðinga Sjálfstæðisflokksins.

Halla Sigrún Mathiesen hyggst reyna við formanninn, en hún er dóttir Árna Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Halla er 23 ára hagfræðingur og einnig með BA gráðu í stjórnmálafræði og sögu. Hún vinnur hjá Arion banka, en var áður hjá Landsvirkjun, en Árni faðir hennar var einmitt orðaður við forstjórastólinn þar árið 2008, sem eftirmaður Sjálfstæðismannsins Friðriks Sophussonar. Árni hinsvegar sóttist ekki eftir stöðunni og bar við í septembermánuði árið 2008, að hann vissi ekki til þess að hann hygðist hætta sem ráðherra á næstunni. Mánuði síðar hrundi bankakerfið og í janúar 2009 baðst Geir H. Haarde lausnar fyrir ríkisstjórnina, vegna hins svokallaða hruns.

Orðið á götunni er að á þingi SUS muni Páll Magnús Pálsson bjóða sig fram til varaformanns. Páll er einmitt sonur Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem nýlega ítrekaði þá afstöðu sína að hann hefði fyrir löngu átt að verða ráðherra, en hann var einn þeirra sem orðaðir voru við embætti dómsmálaráðherra.

Páll yngri er 23 ára lögfræðingur og er í meistaranámi við HÍ. Þess má til gamans geta að kærasta Páls er dóttir Ágústu Johnson frá fyrra hjónabandi, en Ágústa er sem kunnugt er eiginkona Guðlaugs Þórs Þórssonar, utanríkisráðherra. Það gætu því orðið kunnugleg nöfnin í framtíðarfréttum af pólitík, ef fram fer sem horfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Fóru að reikna og komust að því að þetta væri sú stjarnfræðilega upphæð sem kæmi í kassann ef Messi semur

Fóru að reikna og komust að því að þetta væri sú stjarnfræðilega upphæð sem kæmi í kassann ef Messi semur
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Tjáir sig um orðróminn um að O.J. Simpson sé faðir hennar

Tjáir sig um orðróminn um að O.J. Simpson sé faðir hennar
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Opnar sig um baráttu sína við krabbamein og vill koma skilaboðum á framfæri – „Ég sagði engum frá“

Opnar sig um baráttu sína við krabbamein og vill koma skilaboðum á framfæri – „Ég sagði engum frá“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Segist vera heimilislaus eftir hneykslið

Segist vera heimilislaus eftir hneykslið
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Flytja skrifstofur sínar í höfuðstöðvar KSÍ

Flytja skrifstofur sínar í höfuðstöðvar KSÍ
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim svarar þeim sem gagnrýna kerfi hans – Var svekktur þegar hann horfði aftur á Tottenham leikinn

Amorim svarar þeim sem gagnrýna kerfi hans – Var svekktur þegar hann horfði aftur á Tottenham leikinn