fbpx
Sunnudagur 21.september 2025

Krónuvesen

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. september 2018 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að íslensku bankarnir sem fundað hafa með stjórnendum WOW air, setji það sem skilyrði fyrir fjármögnun flugfélagsins, að stjórnvöld  gangist í ábyrgð fyrir hið einkarekna flugfélag.

Hlutabréf falla í verði hjá flestum þessa dagana, nema Icelandair Group, sem græðir á óvissunni varðandi keppinautinn, sem kominn er á hnén til að snapa pening. Sumir segja að bankastjórarnir eigi fárra kosta völ á öðru en að segja já, þar sem fjárfestingar þeirra í hótelbyggingum og ferðaþjónustu byggjast að miklu leyti á því að WOW haldi áfram að fljúga með 30% ferðamanna hingað til lands. Annars komi til ástand sem svipi helst til ársins 2008, en það vilji stjórnvöld auðvitað forðast í lengstu lög, nú þegar um hægir í efnahagslífinu og von er á erfiðum kjarasamningum. það verður þó að teljast ólíklegt, flugfélag ætti að koma í flugfélags stað.

Váin sem vofir yfir WOW er sögð skýra fall krónunnar að mestu leyti, en orðið á götunni er að fyrirtæki í sjávarútvegi eigi þar einnig hlut að máli.

Útgerðir landsins hafa síðustu misseri uppfært skipaflota sinn fyrir tugmilljarða króna hið minnsta. Til þess að gera einhvern óskunda í gjaldeyrisforða Seðlabankans, sem telur um 700 milljarða, þyrftu gjalddagarnir þó að vera með nokkuð stuttu millibili. Það ku víst vera allt annað en tilviljun að svo sé, samkvæmt orðinu á götunni.

Á meðan keppast önnur fyrirtæki, sem ekki hagnast á falli krónunnar, um að koma peningum sínum í skjól erlendis og eru auðmenn Íslands sagðir sérlega duglegir undanfarna daga við þá iðju, sem og lífeyrissjóðirnir, í gegnum fjárfestingar sínar erlendis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Viðurkennir að hafa verið hrædd og spennt þegar hún hitti mótleikkonu sína

Viðurkennir að hafa verið hrædd og spennt þegar hún hitti mótleikkonu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 20 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Jóhann telur að fáir á Íslandi hefðu þolað þetta högg – „En það stingur að það sé ekki brugðist við“

Jóhann telur að fáir á Íslandi hefðu þolað þetta högg – „En það stingur að það sé ekki brugðist við“
433Sport
Í gær

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“
433Sport
Í gær

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“