fbpx
Mánudagur 01.desember 2025

Beint úr smiðju Davíðs

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. september 2018 10:00

Davíð Oddsson, hættir sem ritstjóri Morgunblaðsins á árinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að átökin í borgarpólitíkinni hafi stolið senunni í sumar og ber svo við að lítt er rætt um landsmálin í pottum landsmanna, en þeim mun meira um átökin í Ráðhúsinu þar sem Vigdís Hauksdóttir hefur látið heldur betur finna fyrir sér.

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og þingmaður Samfylkingarinnar, sagði nýlega á fésbók að enginn eigi að undrast hin nýju vinnubrögð minnihlutans, hér sé farið í vandlega í smiðju Davíðs Oddssonar.

Guðmundur Andri skrifaði:

„Þegar fólk undrast „ástandið í ráðhúsinu“ – næstum dagleg upphlaup minnihlutans, sem vill láta kalla sig „stjórnarandstöðu“ – er rétt að hafa í huga að pólitískur fóstri Eyþórs Arnalds og Vigdísar Hauks er Davíð Oddsson. Í bók sem Ásdís Halla gerði eitt sinn um leiðtogafræði sagði Davíð hróðugur um veru sína í minnihluta borgarstjórnar – og verður hans pólitíska arfleifð:

„Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni finnst falleg því að maður veit aldrei hvaða flugu laxinn tekur. Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.“

Guðmundur Andri benti á að þessi vinnubrögð hafi á sínum tíma skilað Davíð og félögum hans í Sjálfstæðisflokknum miklum árangri. Þeim hafi tekist að fella vinstri meirihlutann og ráðið lögum og lofum í borginni um langt skeið þar á eftir.

„Óskandi væri að kjósendur láti þá sögu ekki gerast aftur heldur styðji það fólk sem reynir að starfa í þágu borgarbúa,“ sagði þingmaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Umfangsmikið verkefni KSÍ

Umfangsmikið verkefni KSÍ
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Fyrrum hertogaynjan sögð hyggja á hefndir

Fyrrum hertogaynjan sögð hyggja á hefndir
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Björg Magnúsdóttir: Engin tilviljun að Vigdís varð forseti

Björg Magnúsdóttir: Engin tilviljun að Vigdís varð forseti
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Mótmæla harkalega frumvarpi Sigríðar um þrengingu hatursorðræðu – Stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum og stúlkum aukist

Mótmæla harkalega frumvarpi Sigríðar um þrengingu hatursorðræðu – Stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum og stúlkum aukist
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Trump mildar refsingu yfir alræmdum fjársvikamanni – „Ég missti allan ævisparnaðinn“

Trump mildar refsingu yfir alræmdum fjársvikamanni – „Ég missti allan ævisparnaðinn“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Lára veitir sjaldséða innsýn í lífið með lyfjaprinsinum

Lára veitir sjaldséða innsýn í lífið með lyfjaprinsinum
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

„Ég heiti Kristín og samkvæmt BMI er ég í mikilli yfirþyngd“

„Ég heiti Kristín og samkvæmt BMI er ég í mikilli yfirþyngd“