fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025

Beint úr smiðju Davíðs

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. september 2018 10:00

Davíð Oddsson, hættir sem ritstjóri Morgunblaðsins á árinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að átökin í borgarpólitíkinni hafi stolið senunni í sumar og ber svo við að lítt er rætt um landsmálin í pottum landsmanna, en þeim mun meira um átökin í Ráðhúsinu þar sem Vigdís Hauksdóttir hefur látið heldur betur finna fyrir sér.

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og þingmaður Samfylkingarinnar, sagði nýlega á fésbók að enginn eigi að undrast hin nýju vinnubrögð minnihlutans, hér sé farið í vandlega í smiðju Davíðs Oddssonar.

Guðmundur Andri skrifaði:

„Þegar fólk undrast „ástandið í ráðhúsinu“ – næstum dagleg upphlaup minnihlutans, sem vill láta kalla sig „stjórnarandstöðu“ – er rétt að hafa í huga að pólitískur fóstri Eyþórs Arnalds og Vigdísar Hauks er Davíð Oddsson. Í bók sem Ásdís Halla gerði eitt sinn um leiðtogafræði sagði Davíð hróðugur um veru sína í minnihluta borgarstjórnar – og verður hans pólitíska arfleifð:

„Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni finnst falleg því að maður veit aldrei hvaða flugu laxinn tekur. Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.“

Guðmundur Andri benti á að þessi vinnubrögð hafi á sínum tíma skilað Davíð og félögum hans í Sjálfstæðisflokknum miklum árangri. Þeim hafi tekist að fella vinstri meirihlutann og ráðið lögum og lofum í borginni um langt skeið þar á eftir.

„Óskandi væri að kjósendur láti þá sögu ekki gerast aftur heldur styðji það fólk sem reynir að starfa í þágu borgarbúa,“ sagði þingmaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun