fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Bæjarstjóradraumur

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 27. apríl 2018 16:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé einskonar guðfaðir hins nýja klofningsframboðs Sjálfstæðisflokksins, Fyrir Heimaey, sem leiddur er af Írisi Róbertsdóttur og mælist með um 32 prósent fylgi um þessar mundir, en þau Íris og Páll þekkjast vel og voru saman í stjórn ÍBV. Páll hefur ekki viljað lýsa yfir stuðningi við lista Sjálfstæðisflokksins, og er staða hans innan flokksins því sögð veik.

Páll hefur viðrað óánægju sína með það hlutskipti að vera óbreyttur þingmaður, sem samrýmist ekki metnaði hans til að verða ráðherra. Því hefur hann eflaust hugsað sér gott til glóðarinnar þegar Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, ákvað að kjósa gegn því að Sjálfstæðisflokkurinn færi í prófkjör við uppstillingu á lista, þrátt fyrir að hafa sagst styðja það fyrirkomulag opinberlega. Varð það kveikjan að mikilli reiði hóps Sjálfstæðismanna í Eyjum í garð Elliða og hans stuðningsmanna og gagnrýndi Páll þessa niðurstöðu sjálfur.

Orðið á götunni er að þar sem Páll virðist ekki ná að landa ráðherrastöðu á næstunni, renni hann hýrum augum í átt að bæjarstjórastólnum í Vestmannaeyjum, hvar faðir hans sat frá 1966-1975. Því sé hið nýja bæjarmálafélag kjörin leið til þess að ná því fram, enda gæti það orðið ófrávíkjanleg krafa við samningaborðið um myndun meirihluta, að ráða Pál í starfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið