fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025

Bókstafur laganna

Orðið
Mánudaginn 5. desember 2016 20:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

olofogmarkusOrðið á götunni er að íslenskt réttarkerfi sé í uppnámi eftir upplýsingar dagsins um hlutabréfaviðskipti Markúsar Sigurbjörnssonar, forseta Hæstaréttar, á árunum fyrir hrun. Er um að ræða viðskipti upp á tugi milljóna í hlutabréfum og einkabankaþjónustu Glitnis, sem ekki fundust upplýsingar um hjá nefnd um hagsmuni og aukastörf dómara eða hefur verið almenn vitneskja um.

Svo vill til að Eyjan sendi árið 2010 fyrirspurn til dómara við Hæstarétt þar sem spurt var um hagsmuni þeirra og mögulega hlutabréfaeign. Markús svaraði þeirri fyrirspurn ekki. Svo virðist því sem forseti Hæstaréttar dæmi eftir bókstaf laganna í öllum málum nema þeim sem varða hann sjálfan.

Eyjan hefur jafnframt leitað oftar en einu sinni eftir viðbrögðum réttarins og forseta hans við gagnrýni sem sett hefur verið fram á opinberum vettvangi, meðal annars í kjölfarið á greina- og bókaskrifum Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Í hvert einasta skipti hefur það svar borist að engin svör verði í boði.

Markús hefur sem forseti Hæstaréttar haft forystu í dómum réttarins í svonefndum hrunmálum. Sum þeirra varða beinlínis Glitni banka, bankann sem hann átti eignarhlut í. Hann hefur aldrei lýst vanhæfi sínu og ekki heldur gert nokkrum grein fyrir þessum miklu hagsmunum sínum, sem hann átti þó að gera grein fyrir.

Harður í horn að taka

haestiretturSem forseti réttarins hefur Markús tekið þátt í að kveða upp þunga dóma yfir bankamönnum, meðal annars á grundvelli þess að þeir hafi brotið reglur innan banka um afgreiðslu lána. Hefur oftar en ekki komið skýrt fram í dómum réttarins að bankamönnunum hafi mátt vera ljóst að þeir væru að brjóta gegn starfsreglum sínum og hefur komið til lítils að flestir bankamennirnir hafa haldið fram sakleysi sínu og lögmenn gagnrýnt skort á sönnunargögnum. Í svonefndum Al-Thani dómi fór Hæstiréttur meðal annars þá óvenjulegu leið að fjalla minnst um niðurstöðu Héraðsdóms, en felldi þess í stað nýjan dóm í málinu — mjög þungan dóm.

Orðið á götunni er að lögmenn fjölmargra bankamanna hljóti nú að velta fyrir sér beiðnum um endurupptöku sinna mála eða að vísa málum til Mannréttindadómstóls Evrópu í ljósi framkominna upplýsinga. Snemma eftir aldamótin síðustu var greint frá því að Guðrún Erlendsdóttir, þáverandi forseti Hæstaréttar, hefði af Mannréttindadómstól Evrópu verið talin vanhæf til að dæma í málum Landsbankans þar sem eiginmaður hennar hefði þá nýlega gengið frá skuldauppgjöri við bankann.

Ef Mannréttindadómstóllinn þá taldi forsetann vanhæfan á grundvelli þess að maki hans hefði átt í viðskiptum við bankann, hvernig halda menn þá að Mannréttindadómstóllinn muni taka á því nú að forseti Hæstaréttar hafi leynt umsvifamiklum hlutabréfaviðskiptum sínum en dæmt samt í málum bankans?

Innanríkisráðherra hlýtur að hlutast til um opinbera rannsókn á þessum málum ekki seinna en strax.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segir að ráðherralaun séu í boði fyrir Sigurð Egil á Akureyri sem er mjög eftirsóttur

Segir að ráðherralaun séu í boði fyrir Sigurð Egil á Akureyri sem er mjög eftirsóttur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Kviknaði í fjórhjóli í Garðabæ

Kviknaði í fjórhjóli í Garðabæ
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Snjókoman á Íslandi í gær ratar í stærstu fjölmiðla heims

Snjókoman á Íslandi í gær ratar í stærstu fjölmiðla heims
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Anton Sveinn harðlega gagnrýndur – Hafði þetta að segja um minnispunkta um ólík börn á hrekkjavöku

Anton Sveinn harðlega gagnrýndur – Hafði þetta að segja um minnispunkta um ólík börn á hrekkjavöku
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lést eftir að hafa dottið á búðarglugga um helgina – Glerbrot stakkst inn í kvið hans

Lést eftir að hafa dottið á búðarglugga um helgina – Glerbrot stakkst inn í kvið hans
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ræðir í fyrsta sinn þegar menn ætluðu að ræna honum og láta hann skipta um vinnu – „Ég hugsaði að þetta væri búið“

Ræðir í fyrsta sinn þegar menn ætluðu að ræna honum og láta hann skipta um vinnu – „Ég hugsaði að þetta væri búið“