fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

Haraldur Ólafsson skrifar: Já og nei, Vilhjálmur

Eyjan
Mánudaginn 5. janúar 2026 21:19

Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Ólafsson formaður Heimssýnar skrifar:

Vilhjálmur Egilsson ræðir svokölluð Evrópumál í DV 2. janúar sl.   Það er laukrétt hjá Vilhjálmi að það sé ekki rétt að taka afstöðu til inngöngu Íslands í Evrópusambandið út frá því hvort eitthvað sé á því að græða í dag, eða yfirhöfuð.  Allt slíkt er hverfult.  Reglur og aðstæður breytast án þess að Íslendingar fengju nokkru um það ráðið og þótt einhverjum tækist að reikna aur í buddu í dag, gætu þeir reikningar kollvarpast á morgun.  Þessa dagana er reyndar mjög erfitt að reikna gróða fyrir Íslendinga af inngöngu í Evrópusambandið, en auðvelt að reikna himinháan kostnað.

Í Evrópusambandinu ræður Evrópusambandið, ekki kjósendur eða stjórnvöld í smáríki í sambandinu.  Þar á bæ er sífelldur kliður af fögrum orðum á borð við „öryggi“, „lýðræði“, „mannréttindi“ og „velsæld“.  Svipaður söngur heyrist í lúðrum flestra annarra ríkja, en engum dettur þó í hug að ganga í þau.  Vera má að þessi ágætu mál séu í betra lagi í Evrópusambandinu en víða annars staðar, en því fer þó fjarri að allt sé þar í allra besta lagi.  Í Evrópusambandinu er sótt að ýmsum réttindum á borð við tjáningar-, fjölmiðla- og félagafrelsi og meginhluti þegna sambandsins virðist láta sér það í léttu rúmi liggja. Kannski eru þeir of fátækir til að hugsa um slíkt. Til samanburðar eru lýðræði, öryggi, velsæld og mannréttindi í tiltölulega góðu lagi við núverandi stjórnarfyrirkomulag á Íslandi, þótt lengi megi slíkt bæta.  Hætt er við að innganga í Evrópusambandið mundi hleypa málum af þessu tagi í uppnám á Íslandi.

Sé vilji til þess að bæta heiminn, er líklegast til árangurs að Ísland sinni því sem sjálfstætt ríki á alþjóðavettvangi, ekki sem hreppur í sambandi sem aðrir ráða.

Já, Vilhjálmur, við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið á röngum forsendum.  Við eigum ekki að ganga inn í sambandið nema við séum sátt við að það fái völdin á Íslandi og að við séum sátt við að það valdaframsal sé í framkvæmd óafturkræft.  Svarið við spurningu um inngöngu hlýtur því alltaf að vera „nei“.  Það er algerlega fráleitt að ganga í Evrópusambandið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Lærdómur sögunnar

Björn Jón skrifar: Lærdómur sögunnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Áhrifavaldar dottnir úr tísku

Nína Richter skrifar: Áhrifavaldar dottnir úr tísku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Þegar á reynir leitar fólk til Kirkjunnar

Guðrún Karls Helgudóttir: Þegar á reynir leitar fólk til Kirkjunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Gríski menntaandinn

Björn Jón skrifar: Gríski menntaandinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri