fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Ísak ráðinn framkvæmdastjóri Tæki.is

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 11:59

Ísak Ernir Kristinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Ernir Kristinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Tæki.is sem sérhæfir sig í tækjaleigu til fyrirtækja og einstaklinga. Fyrirtækið býður mikinn fjölda af vinnuvélum til útleigu, svo sem vinnulyftur, jarðvinnuvélar, lyftara og smágröfur. 

„Ég er þakklátur fyrir traustið og hlakka til að nýta reynslu mína í fjármálum, rekstri og umbótum til að styrkja fyrirtækið enn frekar á næstu misserum. Með því að leggja áherslu á framúrskarandi þjónustu við bæði núverandi og nýja viðskiptavini, munum við efla vöxt Tæki.is og tryggja áframhaldandi velgengni,“ segir Ísak Ernir.

Ísak Ernir Kristinsson

Í tilkynningu kemur fram að Ísak Ernir starfaði áður hjá ræstingar- og fast­eigna­um­sjónar­fyrir­tækinu Dögum frá árinu 2021, síðast sem fjármálastjóri. Þar áður vann hann hjá Securitas sem stjórnandi mannaðrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Ísak sat í stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, KADECO, á árunum 2018-2024. Ísak er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, með sérstaka áherslu á reikningsskil. 

Terra Einingar, dótturfélag Terra umhverfisþjónustu, festi nýlega kaup á Tæki.is. Tæki.is velti 586 milljónum króna árið 2024, sem samsvarar 2,9% vexti frá fyrra ári. Hagnaður félagsins nam 26 milljónum í fyrra. Eignir í árslok 2024 námu 830 milljónum króna og eigið fé var um 268 milljónir króna. Terra Einingar keypti Öryggisgirðingar í júlí í fyrra og eru þetta því önnur stóru kaup fyrirtækisins á 12 mánuðum.

Við erum afar ánægð með að fá Ísak til liðs við okkur til að stýra Tæki.is inn í metnaðarfulla vegferð til framtíðar. Kaup Terra Eininga á félaginu styrkir enn frekar fyrirtækið og eykur breidd og styrk í vöruframboði félaganna,segir Fannar Örn Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Terra Eininga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu