fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Eyjan
Þriðjudaginn 29. júlí 2025 10:30

Stefán Pálsson. Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Pálsson sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna rifjar upp á Facebook-síðu sinni tíma sinn í Alþýðubandalaginu sáluga. Hann segir að þótt flokkurinn hafi einkennst af átökum og eitraðri menningu hafi samt verið gaman að starfa í honum.

Alþýðubandalagið rann inn í Samfylkinguna árið 1999. Stefán segist hafa starfað í flokknum í átta ár frá aldrinum 16-24 ára:

„Það var einhver besti skóli sem ég hef gengið í gegnum og megnið af tímanum fannst mér alveg ofboðslega gaman – þótt um leið hafi maður alveg gert sér grein fyrir því hversu eitraður flokkurinn var í raun.“

Stefán segir að það skrýtnasta við Alþýðubandalagið hafi verið sífelld átök um það sem skipti litlu máli en það allra mikilvægasta hafi verið ákveðið af fámennum hópi:

„Það skrítnasta í Alþýðubandalaginu var að við vorum alltaf að slást hvert við annað um einhverjar stjórnir og nefndir sem engu máli skiptu. Ákvarðanir um efstu sæti á framboðslistum voru yfirleitt teknar í bakherbergjum á æðstu stöðum, en þeim mun meiri orka fór í að kjósa landsfundarfulltrúa eða miðstjórnarfólk – þótt í raun mættu allir vita að fundirnir yrðu aldrei fullskipaðir og allir sem vildu fengju að sitja þá. Það má eiginlega segja að eftir því sem kosningarnar skiptu minna máli, þeim mun meiri var harkan í smöluninni og lyfseðladreifingunni.“

Um leið fjallar Stefán um bókina Alþýðubandalagið – átakasaga eftir Óskar Guðmundsson frá 1987. Stefán segir bókina haldna töluverðum göllum og sé fyrst og fremst skrifuð sem innlegg í deilur innan flokksins á þeim tíma og það vanti tilfinnanlega góða bók um sögu Alþýðubandalagsins.

Hvort Stefán sjálfur eða einhver annar sagnfræðingur mun ráðast í það verkefni á eftir að koma í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS