fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
EyjanFastir pennar

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

Eyjan
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 06:00

Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn var ég á leiðinni á Ísafjörð. Ég nýtti daginn þar sem það var ekki þingfundur þann dag til að koma börnunum mínum vestur í pössun og keyrði síðan til baka um nóttina til að ná þingfundi á mánudegi. Það er mikill hiti og óvissa í þinginu og auðvitað nokkur símtöl sem ég þurfti að taka á leiðinni. Mörg afar mikilvæg. En þarna á sunnudeginum er ég að keyra heim og valdi að fara suðurleiðina og skoða aðeins stöðuna á Dynjandisheiðinni og svona. Á sama tíma var góðvinur minn að keyra til Reykjavíkur og var staddur í djúpinu. Við ætluðum að gera heiðarlega tilraun til að nýta tímann í símtal, eins og maður gerir gjarnan í löngum bílferðum. Enda er tíminn dýrmæt auðlind. En fljótlega varð þessi tilraun algjör farsi. Sambandið slitnaði stöðugt á báðum endum. Við hringdum í hvort annað í tuga skipta en gáfumst að lokum upp. Þetta eru ekki stuttir vegkaflar sem um ræðir. Heldur er tíminn þar sem sambandsleysi varir á báða bóga líklega talinn í klukkutímum fremur en mínútum. Árið er 2025. Þetta er Ísland. Og þetta er enn staðan.

Hátæknisamfélag fyrir suma

Árið 2025 búum við öll í hátæknisamfélagi. Mannkynið hefur sent bíla til plánetunnar Mars, gervigreindin getur núorðið gert ótrúlega hluti, við getum ræktað kjötbita, klippt og límt erfðamengi og ætli það styttist ekki í að við getum stýrt tækjum með huganum. En við höfum enn ekki tryggt viðunandi símasamband á Vestfjörðum og víðar. Öll sem búa á landsbyggðinni, eða ferðast reglulega um hana, þekkja þessa bletti eins og handarbakið á sér; dauðir blettir hér, daufar raddir þar, jójó á milli fullkomins sambands í fimm sekúndur og svo þögn. Við þekkjum það að það er mikilvægt að vera búin að hala niður tónlist til að hlusta á, á þessum köflum. Þessi svæði eru einfaldlega „utan kerfis“ – steindautt samband.

Mögulega eru íbúar orðnir allt of samdauna ástandinu. Of vön því að láta þetta viðgangast. Þessi saga er um allt land. Það þekkjast svona dauðir punktar um allt land. Á Vesturlandi, Norðurlandi, Austurlandi, Suðurlandi. Það er einn dauður punktur í Þrengslunum sem er óþolandi og líka á Kjalarnesinu. Þessir dauðu blettir eru út um allt, og eru vegfarendum verulegur ami, að ekki sé minnst á að öryggi fólks er verulega ógnað. Hvað gerir manneskja ef bíll bilar seint að kvöldi og kannski tugir kílómetra í næsta símasamband.

Landsbyggðarrómantík eða afgangsstærð?

Stundum líður mér eins og þetta eigi að vera, í augum sumra, hluti af einhverjum landsbyggðarómans. Þegar reyndin er sú að þetta ástand er stórhættulegt. Þetta er ekki í lagi. Þetta er ekki bara tæknimál. Þetta er frelsismál, öryggismál og jafnréttismál.

Því við eigum ekki að þurfa að búa í samfélagi þar sem það að fara út fyrir þéttbýlið þýðir að maður missir samband við umheiminn. Þegar þú getur ekki tekið símtal á milli byggðarlaga, þá ertu ekki frjáls til að starfa, miðla, vinna eða einfaldlega lifa lífinu á eigin forsendum. Því af hverju ættu íbúar á landsbyggðinni – eða þeir sem eru í vinnu- eða persónulegum tengslum við hana – að sætta sig við þjónustu sem yrði aldrei liðin annars staðar? Af hverju ætti fólk sem kýs að búa í sveit eða litlu plássi að hafa minni rétt á tengingu og þjónustu en aðrir? Það sama á við um nettengingu víða í sveitum.

Rofið samband er rofið frelsi

Það hefur verið nóg talað um stafræna umbreytingu og tækifæri nýrrar aldar. En fyrir fólk sem býr utan stofnæðanna er hún oft ekkert annað en falleg orð. Við þurfum raunverulega innviðauppbyggingu. Ekki bara vegi og jarðgöng – heldur líka fjarskipti sem duga öllum, alls staðar.

Það kostar auðvitað peninga. En það kostar líka að sleppa því – því þetta snýst um aðgengi, jöfn tækifæri, öryggi og sjálfsagða virðingu. Og það er ekki hægt að mæla í krónum hversu dýrt það er að upplifa sig aftur og aftur sem afgangsstærð.

Það er ekki tilviljun að þessi pistill heitir Af frelsisslóðum. Frelsi er ekki bara hugmynd – það er daglegt líf. Og þegar við getum ekki tekið símtal á þjóðvegi, í eigin landi, þá er það ekki smáatriði. Það er grundvallaratriði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Af útlenskum lögum á Íslandi

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Af útlenskum lögum á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Thomas Möller skrifar: Hvað ef ESB væri ekki til?

Thomas Möller skrifar: Hvað ef ESB væri ekki til?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Verðfall í búð reynslunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Verðfall í búð reynslunnar