fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
EyjanFastir pennar

Alþingi leyst úr gíslingu

Eyjan
Föstudaginn 11. júlí 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var fullkomlega tímabært að ljúka umræðum á Alþingi um frumvarp sem leiðréttir veiðigjöld. Margir hafa reyndar talið að sá tími væri löngu kominn.

Undanfarið hafa þingmenn stjórnarandstöðu haldið Alþingi í gíslingu með röfli um ekki neitt. Vera má að fyrstu ræðurnar sem haldnar voru um málið hafi verið málefnalegar en það eru margar vikur síðan umræðan varð innstæðulaus.

Forseti þingsins var því nauðbeygður til að grípa til ákvæðis í 71. grein þingskapalaga. Auðvitað hefði verið betra að komast hjá því en það varð ekki flúið. Og úr því svona var komið var tekin stjórn á aðstæðum af reisn og myndarskap.

Beiting ákvæðisins er hins vegar ekki ógn við þingræði og ekki heldur við málfrelsi eða hvað svo sem stjórnarandstöðuþingmenn nefndu það í hátimbraðri umræðu í kjölfar tilkynningar forseta að greiða skuli atkvæði um beitingu ákvæðisins. Á fjórða þúsund ræður og 160 klukkustunda umræða er því nú blessunarlega að baki.

Oft er það þannig að það er fyrst þegar menn tala að hægt er að draga upp af þeim mynd. Undanfarnar vikur hafa gefist næg tækifæri til að átta sig á innstæðu kjörinna fulltrúa. Hún er mismikil, svo ekki sé sterkara til orða tekið.

Hins 11. júlí 2025 verður minnst sem dagsins þar sem skynsemi yfirvann óskynsemi og vitleysisgang. Dagsins þar sem þingræðið var virt. Dagsins þar sem starf löggjafarsamkomunnar var leyst úr gíslingu minnihlutans. Dagsins þar sem hagsmunir fjöldans höfðu betur gegn hagsmunum hinna fáu. Dagsins þar sem þjóðin varpaði öndinni léttar.

Dagsins þar sem stigið var skref í átt að sigri réttlætisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Virðingarleysi fyrir lögreglu

Björn Jón skrifar: Virðingarleysi fyrir lögreglu
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
26.07.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
26.07.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást