fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Jón Cleon ráðinn forstöðumaður markaðsmála N1 

Eyjan
Föstudaginn 13. júní 2025 16:44

Jón Cleon. Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Cleon hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá N1 og hefur þegar hafið störf. Jón hefur víðtæka reynslu í markaðsmálum, þar sem hann hefur m.a. lagt áherslu á að tengja saman sterka vörumerkjastjórnun og heildstæða upplifun viðskiptavina. 

Á undanförnum árum hefur Jón komið að umbreytingum í markaðsstarfi og þjónustuupplifun í ólíkum greinum atvinnulífsins, þar á meðal hjá Landsvirkjun og nú síðast Isavia, þar sem hann leiddi uppbyggingu og innleiðingu nýrrar markaðs- og upplifunarstefnu fyrir Keflavíkurflugvöll og þróun vörumerkisins KEF, sem hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar hér heima og erlendis fyrir árangursríka og samþætta nálgun. 

„Það sem heillaði mig við N1 er hversu stóran sess fyrirtækið á í daglegu lífi fólks og fyrirtækja. Það er rótgróið á íslenskum markaði og fjölda tækifæra framundan sem ég er spenntur að takast á við með öflugu fólki.“ segir Jón Cleon. 

„Við erum virkilega ánægð með að fá Jón til liðs við okkur, enda með dýrmæta reynslu, skýra sýn og sterka tilfinningu fyrir því hvernig markaðsmál, þjónusta og upplifun tengjast. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið í þessum efnum og ráðning Jóns er eitt af lykilskrefunum í þeirri vegferð“ segir Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?