fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Þungt högg fyrir Demókrata

Eyjan
Föstudaginn 23. maí 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgi Demókrataflokksins hrapar samkvæmt niðurstöðum nýrra skoðanakannana og sérfræðingar segja flokkinn glíma við tilvistarkreppu. En hver á að bjarga flokknum?

Kjósendur flokksins hafa að vonum áhyggjur af framtíð hans samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem var gerð af AP og University of Chicago.

Niðurstöður könnunarinnar endurspegla þann klofning sem lamar Demókrataflokkinn þessa daga í kjölfar stórtaps Kamala Harris fyrir Donald Trump í forsetakosningunum á síðasta ári.

Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að kjósendur Demókrataflokksins séu svartsýnir á pólitíska framtíð flokksins. Skoðanakönnun, sem CNN gerði í mars, sýndi að vinsældir flokksins hafa ekki verið minni í 30 ár.

Samkvæmt nýju könnun AP og University of Chicago, eru aðeins 35% kjósenda Demókrataflokksins mjög eða að hluta bjartsýnir á framtíð flokksins. Í júlí á síðasta ári var hlutfallið 57%.

Derek Beach, sem vinnur við kosningarannsóknir við Árósaháskóla, sagði í samtali við TV2 að ástæðan fyrir þessu sé „höggið“ sem Demókratar fengu þegar Donald Trump var kjörinn forseti síðasta haust.

36% kjósenda flokksins eru svartsýnir á framtíð flokksins en voru 26% á síðasta ári.

Það eru aðallega tvö atriði sem kljúfa flokkinn í herðar niður. Sú fyrri er hver á að leiða flokkinn? Hin er hvernig á að takast á við Donald Trump.

Eitt stærsta vandamál flokksins er að hann vantar leiðtoga, leiðtoga sem lætur að sér kveða og á auðvelt með að ná til fólks. Þess utan þarf flokkurinn á nýjum hugmyndum að halda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu