„Hver sá sem stýrði „AUTOPEN“ (sjálfvirkum penna, innsk. blaðamanns) virðist ætla að verða sífellt stærra hneykslismál,“ skrifaði Trump að sögn The Independent.
Miðillinn segir að meint notkun Biden á sjálfvirkum penna virðist vera orðin þráhyggja hjá bandarískum hægri mönnum, MAGA hreyfingunni, þar sem Repúblikaninn James Comer fer meðal annarra mikinn. Hann ræddi málið hjá Fox News á föstudaginn og sagði að þegar hlustað sé á yfirheyrsluna yfir Biden, sem fór fram mörgum mánuðum áður en sjálfvirki penninn var tekinn í mikla notkun, sýni að Biden hafi ekki verið hæfur til að taka ákvarðanir. Ekkert samhengi hafi verið í máli Biden.
Margir íhaldsmenn settust við lyklaborðið og vörpuðu þeirri spurningu fram á samfélagsmiðlum hver hafi „stýrt“ sjálfvirka pennanum í nafni Biden og hvort einhver annar hafi gegnt forsetaembættinu en lögðu ekki fram neinar sannanir fyrir þessum samsæriskenningum.