fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Eyjan

MAGA leitar að þeim sem stýrði „sjálfvirkum penna“ Biden

Eyjan
Miðvikudaginn 21. maí 2025 18:30

Joe Biden. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump settist enn einu sinni við lyklaborðið á laugardaginn og birti færslu á Truth Social, þar sem hann veittist að forvera sínum í embætti, Joe Biden, eftir að upptökur af yfirheyrslu yfir Biden voru gerðar opinberar. Í yfirheyrslunni átti Biden greinilega mjög erfitt með að svara spurningum og virtist hvað eftir annað vera mjög illa áttaður.

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“

„Hver sá sem stýrði „AUTOPEN“ (sjálfvirkum penna, innsk. blaðamanns) virðist ætla að verða sífellt stærra hneykslismál,“ skrifaði Trump að sögn The Independent.

Miðillinn segir að meint notkun Biden á sjálfvirkum penna virðist vera orðin þráhyggja hjá bandarískum hægri mönnum, MAGA hreyfingunni, þar sem Repúblikaninn James Comer fer meðal annarra mikinn. Hann ræddi málið hjá Fox News á föstudaginn og sagði að þegar hlustað sé á yfirheyrsluna yfir Biden, sem fór fram mörgum mánuðum áður en sjálfvirki penninn var tekinn í mikla notkun, sýni að Biden hafi ekki verið hæfur til að taka ákvarðanir. Ekkert samhengi hafi verið í máli Biden.

Margir íhaldsmenn settust við lyklaborðið og vörpuðu þeirri spurningu fram á samfélagsmiðlum hver hafi „stýrt“ sjálfvirka pennanum í nafni Biden og hvort einhver annar hafi gegnt forsetaembættinu en lögðu ekki fram neinar sannanir fyrir þessum samsæriskenningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann