fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Eyjan
Miðvikudaginn 14. maí 2025 03:15

Casey Means.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún hefur litla sem enga trú á bóluefnum og alls ekki á þeim sem eru notuð gegn COVID-19. Hún telur að getnaðarvarnir séu slæmar fyrir konur og þess utan er hún „heilsuáhrifavaldur“.

Þetta er Casey Means sem verður yfirmaður bandarískra lýðheilsumála, svokallaður „Surgeon General“ eða landlæknir Bandaríkjanna og um leið aðalráðgjafi Donald Trump varðandi heilbrigðismál.

Trump skýrði frá þessu á samfélagsmiðlinum sínum, Truth Social, í síðustu viku og sagði Casey hafa frábær „MAHA-meðmæli“. Þar á hann við „Make America Healthy Again“ slagorðið sem Robert F. Kennedy Jr., heilbrigðisráðherra, hefur breitt út.

Viðhorf Casey Mean varðandi bóluefni og getnaðarvarnir og einhverfu (sem hún telur að sé afleiðing af faraldri af völdum bóluefna og óholls matar) eru í takt við viðhorf verðandi yfirmanns hennar, Kennedy Jr. í heilbrigðisráðuneytinu.

Því er kannski engin furða að Kennedy Jr. sé ánægður með hana. „Bobby (Robert F. Kennedy Jr., innsk. blaðamanns) telur að hún sé frábær. Ég þekki hana ekki. Ég hlustaði á meðmæli Bobby. Ég hitti hana í gær og einu sinni fyrir það,“ sagði Trump.

Independent og Huffington Post segja að Casey Means sé ekkert annað en samsæriskenningasmiður vegna þeirra skoðana sem hún hefur sett fram. Það sama hefur einnig verið sagt um Robert F. Kennedy Jr.

Means hefur ekki beinan læknisfræðilega bakgrunn, þrátt fyrir að hún hafi stundað nám í læknisfræði við Stanford University. Hún hætti námi og hefur því ekki heimild til að stunda læknastörf.

Hún stofnaði fyrirtækið Levels sem hjálpar fólki að hafa stjórn á blóðsykri og fleiru. Hún hefur einnig tekjur af sölu fæðubótarefna, krema og á tei. Hún notfærir sér samfélagsmiðla mikið og birtir þar kostaðar auglýsingar. Hún er sem sagt áhrifavaldur.

Hún skrifaði einnig bókina „Good Energy“ með Calley Means, sem er bróðir hennar, um hvaða áhrif mataræði hefur á heilsufarið. Calley er ráðgjafi Robert F. Kennedy Jr.

Hún hefur oft komið fram í hlaðvörpum vinsælla hægrisinnaðra hlaðvarpsstjórnenda á borð við Tucker Carlson, Megyn Kelly og Joe Rogan. Í þeim hefur hún varið sjónarmið sem eru yfirleitt talin byggjast á samsæriskenningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi