fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Logi Einarsson: Munurinn á okkur og síðustu ríkisstjórn er að við erum samstiga og komum hlutunum í verk

Eyjan
Föstudaginn 4. apríl 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvar sem ber niður er vandræðaástand vegna uppsafnaðrar innviðaskuldar og getuleysis síðustu ríkisstjórnar til að takast á við hlutina. Ný ríkisstjórn hefur þegar sett mikilvæg mál á borð við uppbyggingu hjúkrunarheimila í réttan farveg og tekið til sín málefni barna með fjölþættan vanda, sem hafa valdið sveitarfélögum miklum búsifjum. Logi Einarsson er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hér má hlusta á brot úr þættinum:

Eyjan - Logi Einarsson - 4
play-sharp-fill

Eyjan - Logi Einarsson - 4

„Munurinn á stjórnarliðinu núna og í síðustu tveimur ríkisstjórnum er að við erum samstiga, við tökum mál inn í ríkisstjórn og við afgreiðum þau og eftir að þau koma þaðan út þá eru allir sammála um þau. Við bjuggum hins vegar við það í sjö eða átta ár að mál ýmist komust ekki út úr ríkisstjórn og jafnvel þótt þau kæmust út úr ríkisstjórn þá komu þau ekki út úr einum af þessum þremur þingflokkum og fyrir vikið gerðist ekki neitt,“ segir Logi.

Hann segir ríkisstjórnina hafa lagt fram býsna stór og mikilvæg mál á fyrstu hundrað dögunum. Slæm reynsla af síðustu ríkisstjórn hafi hvatt nýju stjórnina til dáða. „Við höfum líka náð sátt um það í ríkisstjórninni og þingflokkunum að vera ábyrg, sýna aðhald í efnahagsmálum, reyna að laga ríkisfjármálin, ná niður vöxtum og verðbólgu, vinna í takti við Seðlabankann og ég held að það sé besta kjarabótin sem heimili og fyrirtæki í landinu fá. Síðan þegar svigrúm skapast þá getum við farið í uppbyggingu af meiri krafti.“

Logi segir ríkisstjórnina líka hafa lagt áherslu á að mikilvægt sé strax á fyrstu skrefum að útfæra og innheimta sanngjörn auðlindagjöld til þess að geta greitt niður og undið ofan af þeirri innviðaskuld sem búið sé að safna upp hér á landi.

Hún er alveg hrikaleg, við þurfum bara að horfa á vegina.

„Það þarf ekkert annað en að horfa á þá en það er í rauninni sama hvar ber niður, það er alls staðar vandræðaástand. Við erum að ráðast líka í mjög mikilvæg verkefni sem síðustu ríkisstjórn og síðustu ríkisstjórnum tókst ekki. Við erum núna að ná samkomulagi við sveitarfélögin um það að það verðum við sem berum ábyrgð á uppbyggingu hjúkrunarheimila og séum ekki í þessari eilífu deilu um 15-85 prósentin. Við ætlum að taka til okkar málefni barna með fjölþættan vanda þannig að lítið þorp lendi bara ekki í stórkostlegum vandræðum ef þar býr ólánsamur unglingur eða barn. Þetta skiptir gríðarlegu máli. Við höfum bolmagn til þess og við eigum að gera þetta.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
Hide picture