fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Göngugrindahlaup

Eyjan
Laugardaginn 8. mars 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir langa löngu hafði ég til meðferðar á Vogi mann sem hafði kvænst konu frá fjarlægu landi með framandi útlit. Hann var fluttur heim en konan varð eftir í útlöndum. „Hér er allt fullt af fordómum,“ sagði hann, „svo að ég vil ekki að hún komi.“ Eftir því sem við ræddum meira saman áttaði ég mig á því að maðurinn sjálfur var fullur af fordómum gagnvart eigin hjónabandi og börnum. Hann var sjálfum sér verstur.

Ég hef stundum hugsað til þessa manns í yfirstandandi veikindum mínum þar sem ég þarf stundum að styðjast við göngugrind. Fyrir gamlan maraþonhlaupara er það mikill ósigur og niðurlæging. Á dögunum fórum við Jóhanna kona mín í Kringluna þar sem ég hitti nokkra aðra sem stauluðust líka með göngugrind. Ég leit þetta fólk gagnrýnum augum og velti því fyrir mér hvort ég væri svona aumkunarverður í þeirra huga. Ég fjasaði án afláts í Jóhönnu og sagðist ekki vilja vera innan um þetta göngugrindarlið. Við fórum inn í skóbúð en ég hafði enga þolinmæði til að máta skó. „Afgreiðslukonan talar við mig eins og ég sé með andlega göngugrind.“

Á kaffihúsi var erfiðleikum bundið að koma göngugrindinni fyrir svo að aðrir vegfarendur dyttu ekki um hana. Ég varð enn pirraðri og gagnrýndi aðgengi göngugrindarfólks að almennri þjónustu. Í raun fannst mér allt snúast um mig og mín veikindi í Kringlunni þennan dag. Konan vildi fara í Hagkaup en ég sá út undan mér gamlan kunningja inni í búðinni. Ég vildi alls ekki að hann sæi mig í þessu ástandi svo að ég tók á rás með göngugrindina út úr Kringlunni og upp á bílastæðið. Á leiðinni heim fjasaði ég stöðugt yfir fordómum gagnvart fötluðum þangað til Jóhanna sagðist ekki hafa orðið vör við neina fordóma hjá öðrum en sjálfum mér. „Það er öllum sama um þessa helvítis göngugrind nema þér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Fleiri þurfa að koma að rekstri skóla

Björn Jón skrifar: Fleiri þurfa að koma að rekstri skóla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
EyjanFastir pennar
26.10.2025

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
25.10.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu