fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Eyjan

Nýr framkvæmdastjóri sölusviðs hjá BM Vallá

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. mars 2025 13:51

Emil Austmann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BM Vallá hefur ráðið Emil Austmann sem framkvæmdastjóra sölusviðs. Emil býr yfir víðtækri stjórnunarreynslu á sviði sölu og þjónustu, bæði í tækniumhverfi og framleiðslu. Síðustu sex árin starfaði hann sem forstöðumaður sölu hjá Advania en hefur einnig gegnt stjórnendastöðum hjá Símanum ásamt því að hafa verið framkvæmdastjóri Sigurplasts og Samverks glerverksmiðju. Emil hefur lokið BA-gráðu í félagsfræði og MBA-gráðu frá Háskóla Íslands.

Emil Austmann hóf störf nýverið og tók við af Gunnari Þór Ólafssyni sem hefur tekið að sér nýtt hlutverk sem forstöðumaður steypusölu. Gunnar Þór hefur starfað hjá fyrirtækinu í tæp 30 ár og hefur gegnt lykilhlutverki í þróun lausna fyrir mannvirkjagerð. Í nýju hlutverki sínu mun hann áfram leiða mikilvægar sóknaraðgerðir á landsvísu, eins og kemur fran í tilkynningu.

„Ég hlakka mikið til að takast á við ný verkefni í jafn öflugu fyrirtæki og BM Vallá þar sem  áherslan á vistvænni lausnir í mannvirkjagerð eru í forgrunni. Það eru forréttindi að fá tækifæri til að vinna með frábæru starfsfólki BM Vallár sem hefur lagt sitt af mörkum við að byggja upp fyrirtækið. BM Vallá stendur á traustum grunni með öflugan viðskiptavinahóp og erum við á fullri ferð inn í framtíðina með áherslu á framúrskarandi þjónustu, snjallar tæknilausnir og vistvænni valkosti,“ segir Emil.

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri, fagnar ráðningu Emils og segir: „Við erum afar ánægð með að fá Emil til liðs við okkur. Hann kemur inn með dýrmæta þekkingu, víðtæka reynslu og innsýn sem mun styrkja BM Vallá enn frekar. Við hlökkum til að vinna með honum að nýjum sóknartækifærum og framþróun fyrirtækisins. Það er líka mjög ánægjulegt að sjá Gunnar Þór í nýju hlutverki en hann er einn af reynslumestu starfsmönnum okkar með afar mikilvæga þekkingu. Framundan eru fjölmörg spennandi verkefni, þar á meðal flutningur sölusviðs, opnun nýrrar steypustöðvar á Reykjanesi, endurstaðsetning allrar starfsemi og áframhaldandi þróun vistvænni lausna fyrir mannvirkjagerð landsins.“

BM Vallá, sem á sér hátt í 70 ára sögu, gegnir forystuhlutverki í framleiðslu á  steypu, steinsteyptum vörum, múr- og flotblöndum fyrir íslenskan byggingariðnað. Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og var BM Vallá valið umhverfisfyrirtæki ársins 2024 af Samtökum atvinnulífsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar