fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Jón segir sögu af óborganlegu bernskubreki – „Elsku Jón, ég sem hafði bundið svo miklar vonir við þig“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. mars 2025 20:30

Jón Gnarr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar hefur ekkert lagt grínið á hilluna eftir að hann settist á þing. Í færslu á Facebook segir hann frá óborganlegu bernskubreki sínu þegar hann rakaði á sig móhíkanarönd og var rekinn úr vinnunni fyrir.

„Ég hef stundum sagt söguna af því þegar 13 ára ég rakaði á mig móhíkanarönd með hjálp Ólafs Elíassonar vinar míns. Ég var þá að vinna í kjötborðinu í Kron í Glæsibæ. Guðmundur verslunarstjóri var miður sín og sagðist tilneyddur að láta mig fara.“

Jón segist hafa gengið snöktandi heim og fyrir einhverja tilviljun hafi faðir hans verið heima. Hann spurði soninn eðlilega af hverju hann væri ekki í vinnunni og Jón sagðist hafa verið rekinn.

„Rekinn ? Fyrir hvað ?

Klippingin svaraði ég og benti á kambinn

Pabbi horfði rannsakandi á klippinguna

Og hvað er að þessari klippingu, spurði hann.“

Jón yppti öxlum og þegar faðir hans spurði hvað hann ætlaði að gera yppti hann þeim aftur.

„Þarna gerði pabbi eitthvað það allra skrítnasta sem ég man eftir og er þó um nægt að velja. Hann klæddi sig í yfirhöfn og sagði mér að koma með sér útí bíl. Hann keyrði með mig í Suðurver og fór þar með mig inn á Hárgreiðslustofuna í Suðurveri. Þetta var á því Herrans ári 1980 og hárgreiðslustofan full af konum og karlmenn sjaldséðir gestir. Konan í afgreiðslunni horfði spyrjandi á okkur og spurði hvort hún gæti aðstoðað okkur.

-Ekki áttu hárkollu einsog á svona strák ? spurði pabbi og benti á mig

Ég settist á stól og konan mátaði á mig kollu

-Þetta er bara nákvæmlega eins og hárið á honum ! tilkynnti pabbi

Hún var auðvitað ekkert í líkingu við mitt raunverulega hár, með liðum og þar að auki kvenmanns kolla.“

Jón Gnarr. Mynd: Facebook.

Faðir Jóns lét Jón setja kolluna upp og keyrði hann kampakátur aftur niður í Glæsibæ

„Nú ætti þetta að vera í lagi sagði hann og keyrði í burtu en ég stóð eftir á bílastæðinu með nýju kolluna á hausnum, Hún tryggði mér samt vinnuna ekki aftur. Guðmundur verslunarstjóri horfði bara forviða á mig og stundi: „Elsku Jón, ég sem hafði bundið svo miklar vonir við þig.“

Jón segist hafa haldið upp á kolluna lengi og gjarnan sett hana upp á góðum stundum. Kollan sé nú löngu glötuð, en í dag fann Jón mynd af sér með kolluna og deilir því sögu hennar með vinum sínum á samfélagsmiðlum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“