fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Spara ekki stóru orðin – „Heimskulegasta viðskiptastríð sögunnar“

Eyjan
Mánudaginn 3. febrúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ekki skafið utan af hlutunum í leiðara bandaríska stórblaðsins The Wall Street Journal um helgina. „Heimskulegasta viðskiptastríð sögunnar,“ sagði í fyrirsögn leiðarans.

Þarna er auðvitað átt við viðskiptastríðið sem hófst á laugardaginn þegar Donald Trump tilkynnti að 25% og 10% tollur verði lagður á vörur frá Mexíkó, Kanada og Kína en þetta eru þrjú stærstu viðskiptalönd Bandaríkjanna.

Blaðið segir það óskiljanlegt að 25% tollur sé lagður á vörur frá Kanada og Mexíkó en um leið bara 10% á kínverskar vörur.

„Þetta minnir á gamlan Bernard Lewis-brandara (hann var bandarískur sagnfræðingur, innsk. blaðamanns) um að það sé hættulegt að vera óvinur Bandaríkjanna en það geti verið lífshættulegt að vera vinur Bandaríkjanna,“ segir í leiðaranum.

Rökstuðningur Trump fyrir tollunum er tættur niður og þá sérstaklega að þetta sé gert til að refsa löndunum fyrir að hafa leyft fíkniefnum að streyma til Bandaríkjanna.

„Fíkniefni hafa streym til Bandaríkjanna áratugum saman og munu halda áfram að gera það eins lengi og Bandaríkjamenn nota þau. Engin lönd geta stöðvað það,“ segir í leiðaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn