fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Eyjan

Spara ekki stóru orðin – „Heimskulegasta viðskiptastríð sögunnar“

Eyjan
Mánudaginn 3. febrúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ekki skafið utan af hlutunum í leiðara bandaríska stórblaðsins The Wall Street Journal um helgina. „Heimskulegasta viðskiptastríð sögunnar,“ sagði í fyrirsögn leiðarans.

Þarna er auðvitað átt við viðskiptastríðið sem hófst á laugardaginn þegar Donald Trump tilkynnti að 25% og 10% tollur verði lagður á vörur frá Mexíkó, Kanada og Kína en þetta eru þrjú stærstu viðskiptalönd Bandaríkjanna.

Blaðið segir það óskiljanlegt að 25% tollur sé lagður á vörur frá Kanada og Mexíkó en um leið bara 10% á kínverskar vörur.

„Þetta minnir á gamlan Bernard Lewis-brandara (hann var bandarískur sagnfræðingur, innsk. blaðamanns) um að það sé hættulegt að vera óvinur Bandaríkjanna en það geti verið lífshættulegt að vera vinur Bandaríkjanna,“ segir í leiðaranum.

Rökstuðningur Trump fyrir tollunum er tættur niður og þá sérstaklega að þetta sé gert til að refsa löndunum fyrir að hafa leyft fíkniefnum að streyma til Bandaríkjanna.

„Fíkniefni hafa streym til Bandaríkjanna áratugum saman og munu halda áfram að gera það eins lengi og Bandaríkjamenn nota þau. Engin lönd geta stöðvað það,“ segir í leiðaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar