fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Eyjan

Elliði ætlar ekki að skora á fólk að kjósa Jens Garðar – Í staðinn vill hann að Sjálfstæðismenn geri þetta

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 17:30

Elliði og Jens Garðar Mynd: ellidi.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir það ábyrgðarhlutverk að velja leiðtoga fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn hafi borið höfuð og herðar yfir alla aðra stjórnmálaflokka á þeim hart nær 100 árum frá því hann var stofnaður. Á komandi landsfundi standi flokksfólk frammi fyrir því að i framboði er margt gott fólk. 

„Lífsgæði þjóðarinnar urðu til undir styrkri stjórn Sjálfstæðisflokksins. Þar skipti ekki litlu sú gæfa sem flokkurinn hefur borið þegar kemur að því að velja sér afburðar leiðtoga. Við sem sækjum landsfund búum því við þá gæfu að geta haldið með einum frambjóðanda án þess að vera á móti hinum.“

Í pistli sem Elliði skrifar á heimasíðu sinni skrifar hann um vin sinn, Jens Garðar Helgason, sem býður sig fram til varaformanns. 

„Fáa þekki ég jafn góða menn og enga betri. Jenni, eins og hann er oftast kallaður, er að mörgu leyti sniðmát leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Hann spannar það litróf mannlífsins sem Sjálfstæðisflokkurinn vill sinna.

„Gæinn er allra, hann er alls konar“ skrifar Elliði undir þessar myndir af Jens Garðari.
Mynd: ellidi.is

Jenni er alinn upp á alþýðuheimili á Eskifirði en elskar einlægt hrynjanda stórborga. Hann mærir sinn kyrrláta fjörð en þrífst jafn vel á froðudiskói á Ibiza. Aldrei starfað sem opinber starfsmaður en skilur öðrum betur mikilvægi öryggisnets samfélagsins. Manna skemmtilegastur, skilningsríkur á tilfinningar, hjálpsamur, velviljaður, greindur, ljúfur að lunderni en harður í horn að taka þegar slíkt á við. Hæfir jafn vel í kaffibolla í beituskúr á Bolungarvík og í bröns á Bessastöðum. Þannig er Jenni. Hann er allra, hann er alls konar.“

Elliði segir að hann langi til að skora á fólk að kjósa Jenna til varaformanns en ætli ekki að gera það. Skorar hann á landsfundargesti að gefa sig á tal við Jens Garðar í aðdraganda landsfundar og á fundinum. 

„Gefa sér örstutta stund í að kynnast manninum og fyrir hverju hann stendur. Ég veit að í kjölfar þess kýs fólk Jens Garðar Helgason sem formann. Það mun ég gera.

(fun fact: Vinir Jenna kalla hann oft „Fraterinn“ eða „Jens Frater“. Orðið „Frater“ er latína og merkir „bróðir“. Nafngiftin er sótt í 19. aldar guðfræðinginn Magnús Frater sem ku hafa fengið nafnið þar sem allir sem kynntust honum urðu sem bræður hans og það sem meira er bræður hvers annars.)“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps