fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Eyjan

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Eyjan
Föstudaginn 21. febrúar 2025 07:00

Er hægt að verjast einræðistilburðum Trump?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hegðar sér í vaxandi mæli eins og kóngur, sem með aðstoð óhugnanlega ríka prinsins síns er að innrétta heiminn eftir eigin höfði. Þetta skapar stórhættu í Evrópu.

Trump situr á skrifstofu sinni dag hvern og á meðan hann skrifar undir nýjar tilskipanir um hvernig á að innrétta Bandaríkin og heiminn allan, baðar hann sig í spurningum frá útvöldum blaðamönnum.

Í greiningu á stöðu mála segir Jótlandspósturinn að á fyrstu þremur vikur Trump í Hvíta húsinu hafi það runnið upp fyrir Bandaríkjamönnum að þeir hafi ekki bara kosið forseta þann 5. nóvember, heldur einnig kóng sem telur sig hafinn yfir bandarísku stjórnarskrána og þingið og lítur á heiminn sem stóran vettvang fasteignaviðskipta.

Enn sem komið er, er ekkert sem heldur aftur af honum. Í nýrri skoðanakönnun CBS News sögðust 53% aðspurðra kjósenda vera ánægðir með Trump. 70% sögðu að Trump standi við kosningaloforðin og 58-69% lýstu honum sem „duglegum, einbeittum, kraftmiklum og óhefluðum“.

Þessar tölur eru algjör andstæða þeirrar ringulreiðar og ótta sem Trump og hægri hönd hans, Elon Musk, hafa skapað í bandaríska stjórnkerfinu og víðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn