fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Eyjan
Laugardaginn 6. desember 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Ágúst Úlfsson var innan við tvítugt þegar hann þýddi allt bundna málið í Hobbitanum og helminginn af óbundna málinu á móti föður sínum. Þýðingin þeirra feðga, sem er orðin söfnunargripur, þótti mjög góð og gagnrýnandi Morgunblaðsins gekk svo langt að segja þýðinguna á bundna málinu eiginlega betri en frumtexta Tolkiens. Ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling. Karl Ágúst er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Karl Ágúst - 2
play-sharp-fill

Karl Ágúst - 2

Þú varst líka ungur þegar pabbi þinn var að þýða Hobbitann og bað þig um að þýða bundna málið?

„Já, ég held ég hafi verið 18 ára þegar að þetta barst í tal fyrst. 19 ára þegar ég byrjaði að vinna í þessu og ég var orðinn tvítugur þegar bókin kom út.“

Já. Og það endaði nú með því að þú þýddir líka góðan part af prósanum.

„Já, það vildi þannig til að ég einhvern veginn sökkti mér svo í þetta af svo miklum áhuga, og einhverri elju, að þegar að bundna málið lá fyrir að mestu leyti frá mér þá fannst mér ég ekki lokið mínu starfi þannig að ég svona eiginlega pressaði á pabba að fá að vera með í því að þýða óbundna textann og það var mjög auðsótt mál. Á endanum held ég að þetta skiptist nokkurn veginn til helminga milli okkar.“

Og, þessi þýðing, það er mjög vel af henni látið.

„Já, ég heyri ekki annað.“

Nei, sama heyri ég.

„Já, ég hitti fólk, iðulega á förnum vegi, sem er einmitt að leita að bókinni vegna þess að hún hefur ekki komið út í áratugi og er ófáanleg, algjörlega. Þegar ég rekst inn í fornbókabúðir, þá er mér sagt að það sé ekki möguleiki að finna þetta. Það sé biðlisti þeirra sem hafa beðið um að verða látnir vita ef bókin skilar sér inn í búðina.“

Já, hún er komin út núna.

„Já, hún kom út núna í annarri þýðingu.“

Það er eins og Helgi Hálfdanarson sagði, hver kynslóð á að fá sinn Shakespeare. Það er ekkert að því að þýða bækur upp á nýtt. En það tekur ekkert af gömlu þýðingunni.

„Ég vona ekki allavega. Ég er enn þá mjög stoltur af þessari þýðingu. Mér finnst hún hafa heppnast gríðarlega vel og ef ég á að segja alveg eins og er, þá fékk hún frábæra dóma, þessi bók. Tolkien var nú ekki mjög þekktur á Íslandi en á þessum tíma. Þetta var eiginlega fyrsta bókin sem kom út og það var ekkert stór hópur sem þekkti hann eftir að hafa lesið hana á frummálinu. Þetta var svona næstum því eins og svona lítill aðdáendahópur væri til á Íslandi. en hún kemur út og er fjallað um hana í fjölmiðlum og fékk bara frábæra dóma. Höfundurinn þótti mjög góður. En þýðingin fékk líka mjög góðar viðtökur og ég man meira að segja að sá sem að skrifaði í Morgunblaðið á þessum tíma, hann hafði orð á því að bundna málið væri eiginlega betra á íslensku heldur en hjá Tolkien sjálfum þannig að fyrir tvítugan ungling þá var það nú svolítið …“

Það hefur ekkert verið leiðinlegt.

„Nei, það var ekki mikið sjokk. Ekki nema gott sjokk.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ritstjórinn sækist eftir fyrsta sæti í Mosfellsbæ

Ritstjórinn sækist eftir fyrsta sæti í Mosfellsbæ
Hide picture