fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Eyjan

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 2. desember 2025 08:00

Miðflokkurinn, hluti þingmanna. Mynd: Miðflokkurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgi Miðflokksins eykst um rúmlega 3% samkvæmt nýjum Þjóðarpúls Gallup á sama tíma og stuðningur við ríkisstjórnina minnkar.

Tæplega 20% svara því að þeir myndu kjósa Miðflokkinn efkosið yrði til Alþingis nú. Þetta er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0,1-1,1 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar.

Liðlega 31% kysi Samfylkinguna, tæplega 17% Sjálfstæðisflokkinn, nær 13% Viðreisn, tæplega 6% Framsóknarflokkinn, rúmlega 5% Flokk fólksins, ríflega 3% Pírata og Vinstri græn og rúmlega 2% Sósíalistaflokk Íslands. Slétt 6% myndu skila auðu eða ekki kjósa og næstum 13% taka ekki afstöðu eða vilja ekki gefa hana upp.

Mynd: Gallup

Nær 59% þeirra sem taka afstöðu styðja ríkisstjórnina, sem er tveimur prósentustigum færri en í síðustu mælingu.

Spurt var:

  • Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?
  • En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?
  • Styður þú ríkisstjórnina?

Niðurstöðurnar koma frá Netkönnun sem Gallup gerði dagana 3. – 30. nóvember 2025. Heildarúrtaksstærð var 10.332 og þátttökuhlutfall var 41,8%. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,5-1,5%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindi fatlaðra er ruslatunna stjórnmálanna

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindi fatlaðra er ruslatunna stjórnmálanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd