fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
EyjanFastir pennar

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Eyjan
Föstudaginn 19. desember 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Streymisveitur keyra á algóritmum og þannig er hægt að sjá með ótrúlegri nákvæmni á gríðarlegum hraða, hverskonar efni fólk er að leita að á hverjum tíma. Hverjir vilja hvað, hvenær og hvernig. Árstíðabundið efni verður þannig ótrúlega þægilegur bransi fyrir þetta viðskiptamódel. Amerískar jólamyndir hafa slegið í gegn á Netflix og víðar og það virðist vera að þeim mun verri og væmnari sem þær eru, því vinsælli verði þær. Þær koma auðvitað allar frá Ameríku og byggja á því samfélagi og þeim gildum sem þar eru viðhöfð.

Í Amerísku formúlunni er þetta alltaf svona: Ung kona, köllum hana Jennifer, vinnur hjá fjölmiðlarisa/lögmannstofu – vondu fyrirtæki, í stórborg. Hún á engar vinkonur en talar reglulega við móður sína í símann. Hún er trúlofuð myndarlegum og ríkum manni með persónuleika símahleðslutækis. Hann er aldrei í mynd og er alltaf í vinnunni. Hann er líka leiðinlegur. Konan neyðist af einhverjum ástæðum til að heimsækja lítinn sjarmerandi smábæ þar sem hún hittir ýmist myndarlegan skógarhöggsmann/eiganda verslunar með jólatré. Myndarlega skógarhöggsmanninum finnst Jennifer vera algjört borgarbarn og úr tengslum við gömlu góðu gildin (lesist: húsmóðurhlutverkið).

Jennifer festist í bænum lengur en hún ætlaði sér út af snjóstormi. Í þessum vandræðum kynnist hún sjarmerandi ellismelli í smábænum sem er sennilega líka jólasveinninn, og verður meðvirk með lélegu leikfélagi á staðnum sem er með allt niður um sig. Framtíð bæjarins veltur á því að lélega leikfélagið setji upp bestu jólasýningu allra tíma vegna þess að annars mun vonda fyrirtækið sem Jennifer er að vinna hjá, láta breyta litla sæta smábænum í bílastæði. Lausnin felst í því að Jennifer leggi allt í sölurnar og hætti á að missa starfið sitt hjá vonda fyrirtækinu til þess að tryggja framtíð smábæjarins.

Jennifer slítur trúlofuninni við símahleðslutækið og hjálpar leikfélaginu að setja upp stórfenglega leiksýningu. Yfirmenn hennar hjá vonda fyrirtækinu verða svo imponeraðir að þeir bjóða henni stöðuhækkun í staðinn fyrir að reka hana, en hún segir nei. Hún vill giftast skógarhöggsmanninum og halda með honum heilög jól. Þessa formúlu má endurtaka út í hið óendanlega, líkt og hefur verið margsannað.

Af ýmsum praktískum ástæðum er ekki hægt að leggjast í fjöldaframleiðslu á þunnum jólamyndum á Íslandi án þess að til kæmi einhver undraverð breyting á fjárlögum en það væri áhugavert að sjá hvaða klisjur væru settar í forgrunn.

Tína Tómasdóttir, tæplega þrítugur læknanemi, snýr aftur í heimabæinn Hvanneyri til að aðstoða aldraða frænku sína við að taka á móti risastórum hópi AirBnb gesta frá Noregi sem bókuðu óvænt yfir hátíðarnar. Hún hittir fyrir æskuástina sína Guðmund á Grund sem er núna sárlega einhleypur bóndi og harður umhverfissinni sem vill berjast gegn fyrirhuguðu laxeldi á svæðinu.

Í AirBnb-starfseminni kynnist Tína norska, myndarlega og sterkefnaða laxaprinsinum Anders sem vill skella í sjókvíaeldi á svæðinu. Faðir hans Anders er áhrifamikill og situr í stjórn Ulleval háskólasjúkrahússins í Osló. Getur Tína Tómasdóttir fórnað læknisfræðinni fyrir ferðamannaiðnaðinn og landsbyggðarpólitíkina?

Það er spurning hvort að það sé nokkur hvati fyrir Tínu Tómasdóttur að fórna læknisfræðinni fyrir bæjarlækinn og umhverfið og ástir Guðmundar á Grund. Kannski gætu íhaldssamir stjórnmálaflokkar farið að nota menningarmiðlun með markvissari hætti til að koma á framfæri skoðunum um kynjahlutverk og æskileg lífsgildi. Kannski bara skellt í nokkrar svona jólamyndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Ástamál eftirlifandi

Óttar Guðmundsson skrifar: Ástamál eftirlifandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar
EyjanFastir pennar
18.11.2025

Svarthöfði skrifar: Að hika er að tapa

Svarthöfði skrifar: Að hika er að tapa
EyjanFastir pennar
17.11.2025

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans