fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Eyjan
Miðvikudaginn 17. desember 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir ári síðan birti fjármála- og efnahagsráðuneytið uppfærðar afkomuhorfur og spáði því að ríkið yrði rekið með halla næstu fimm árin. Tekjur yrðu lægri en ráðgert hafði verið og vaxtagjöld hærri.

Þannig var staðan þegar fyrri ríkisstjórn fór frá – eftir áralanga óstjórn í ríkisfjármálum – og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við.

Hvað hefur gerst síðan?

Við höfum lögfest stöðugleikareglu og sett þannig útgjaldavexti ríkisins skorður með lögum.

Við höfum lækkað ríkisskuldir um 7,5% af vergri landsframleiðslu, með vel heppnaðri sölu á Íslandsbanka og uppgjöri á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs.

Við höfum samþykkt fjármálaáætlun um að ná niður hallarekstri hraðar en fyrri ríkisstjórn ætlaði sér, m.a. með réttlátum auðlindagjöldum og 100 milljarða aðhaldi á útgjaldahlið.

Þetta þýðir að á næsta ári verða lögð fram fyrstu hallalausu fjárlögin í tíu ár.

Allt hefur þetta áhrif á lánshæfishorfur ríkisins, væntingar og traust til hagstjórnarinnar.

Vextir hafa lækkað fimm sinnum á einu ári og verðbólga ekki verið lægri síðan 2020.

Fyrir dæmigerða fjölskyldu með 40 milljóna óverðtryggt íbúðalán þýða þessar fimm vaxtalækkanir 60 þúsund krónum lægri afborganir í hverjum mánuði.

Verðbólga og vextir munu áfram lækka ef við höldum okkar striki.

Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Elmar fékk þungan dóm
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé