fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Eyjan
Mánudaginn 15. desember 2025 17:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmenningin er komin til að vera og við þurfum innflytjendur til að halda uppi okkar þjóðfélagi. Á meðan Nýja testamentið var skrifað að fullu nokkrum áratugum eftir dauða Jesú og sumt af samtímamönnum hans var Kóraninn skrifaður 400 til 900 árum eftir dauða Múhameðs. Engar heimildir eru um hann í arabískum textum og Mekka er ekki til í bókum. Kóraninn er meira og minna skáldskapur. Séra Örn Bárður Jónsson er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Örn Bárður - 4
play-sharp-fill

Örn Bárður - 4

„Til þess að halda uppi þessu þjóðfélagi, þá þurfum við allt þetta fólk.“

Við þurfum, við þurfum þessa innflytjendur.

„Já, já. En þeir eru ekki allir af sama sauðahúsi. Í Evrópu er niðurstaðan gríðarlegur fjöldi af, af múslimum og þeir eru auðvitað mjög framandi okkur. Auðvitað er gott fólk í öllum trúarbrögðum.

En ég man þegar ég las trúarbragðafræði, las öll trúarbrögð heims, stórkostlegt fag og skemmtilegt. En ég man þegar ég var að lesa um íslam, þá hugsaði ég með mér: Æ, þetta er nú dálítill grautur. Og það kemur í ljós og ég var að hlusta á fyrirlestur núna á netinu, fræðimann tala um íslam og Kóraninn. Og bera þetta saman við Biblíuna. Þetta er algjörlega svart og hvítt.

Nýja testamentið er skrifað – Jesús er krossfestur svona í kringum 33 – það er búið að skrifa allt Nýja testamentið fyrir 100. Og elstu textarnir, það eru bara þeir sem voru með honum sem skrifuðu hann. Svo sluppu engin rit inn í þetta seinna. Það voru alls konar handrit um kristna trú og svona. Og menn sáu að þetta myndi bólgna út endalaust. Þá var tekin ákvörðun um að búa til mælisnúru sem er kölluð kanon. Og mæla öll þessi handrit sem voru til. Og þá var spurt: Eftir hvern er þetta? Og til þess að það kæmist inn í bókina, Nýja testamentið, þá varð ritið að vera eftir postula Jesú, það er að segja lærisvein Jesú, eða lærisvein lærisveins.“

Já, og það var ekkert farið lengra.

„Það mátti ekki vera lærisveinn lærisveins lærisveins, þá ertu kominn of langt frá upprunanum. Þannig að Nýja testamentið, það er gert klárt þarna, fyrir 100, má segja.“

Biblían hefur verið til frá þessum tíma?

„Þá er Gamla testamentið til á hebresku og það er auðvitað trúarbók Jesú. En svo kemur að Kóraninum. Það er sagt að Múhameð hafi verið fæddur á sjöttu öld. Það eru engar heimildir til um hann í neinum arabískum textum og Mekka er ekki til í bókum. Flest það sem er sagt um Múhameð, það er skrifað, taktu nú eftir, 400 til 900 árum eftir að hann átti að hafa verið uppi. Þetta er meira og minna skáldskapur.

Þeir fara á límingunni, múslimar þegar þeir heyra þetta, þegar þeir fá fræðilegar staðreyndir um þetta. Þetta er nú útúrdúr, en þetta er vandinn nú. Bretland, það er gríðarlegur vandi þar, ekki síst tengdur múslimum. Þeir samlagast ekki, ekki nema brot af þeim.“

Ég held að það sé mjög margt gott um fjölmenninguna að segja, já, vissulega. Umfram allt gott af því að bara kynnast og bera virðingu fyrir fólki sem er ólíkt og með ólíkan uppruna.

„Heldur betur.“

Þú hefur starfað erlendis. Ég hef búið í þremur löndum utan Íslands. Maður flytur til lands og maður tileinkar sér hætti innfæddra. Og ég er nú ekki að segja að maður hafi farið í einhverja framandi menningarheima. Þetta eru Bandaríkin, Þýskaland og England sem ég hef búið í. Ef maður flytur til einhvers lands, þá er það mín skoðun að að maður á þá að virða hefðir sem þar og laga sig að þeim. Svo kemur engum við hvað maður gerir heima hjá sér.

„Ég var við nám í Englandi í nokkra mánuði, tvö ár í röð, þrjá mánuði annað skiptið og sex mánuði í hitt skipti. Svo tók ég framhaldsnám í Kaliforníu, doktorsnám þar í safnaðaruppbyggingu. Og ég var norðar í Ameríku um tíma í þrjá mánuði, við Yale að stúdera predikunarfræði og svona boðmiðlun. Og svo var ég prestur í Noregi í fimm ár, þjónaði norsku fólki og þó það sé nú skylt okkur, þá er menningin dálítið öðruvísi. Það var dálítill þröskuldur að fara yfir og byrja að jarða. Ég kom þarna, ég hafði tekið námskeið í norsku, 15 árum áður, kom þarna og á tólfta degi í landinu, þá var bara jarðarför: Þú þarft að jarða hérna í þessari 800 ára gömlu stafkirkju gamla konu og ræðan á að vera á, þú mátt skrifa hana á bókmáli, en ritúalið er á nýnorsku. Að mörgu leyti mjög ólík tungumál.

Það er allt annar framburður og annar ritháttur en þetta tókst nú og dóttir hinnar látnu sagði við mig í lokin áður en ég fór út í skaflana með hempuna til baka og sagði „Þakka þér nú fyrir þetta. Þetta var yndislegt hjá þér. Þú náðir henni mömmu algjörlega. Hvað ertu búinn að búa lengi í Noregi?“ Þá svona svelgdist mér á: „12 daga.““

Já, þetta hlýtur að hafa verið dálítið ævintýri, krefjandi ævintýri.

„Já, það er öðruvísi. Maður hegðar sér öðruvísi. Ég kunni alveg að jarða á Íslandi, vissi alveg hvenær ég átti að snúa mér að altarinu, hvenær að kistunni og allt þetta. Þarna eru aðeins öðruvísi siðir. Þú moldar öðruvísi og það eru aðrir textar og þú segir aðra hluti,“

Og þetta þarf að gerast á norsku. Þú talar ekkert íslensku þarna.

„Þetta var mjög góður skóli og yndislegt fólk og, og eins og ég segi, menningin er svolítið öðruvísi. Á fyrsta ári þá þjónaði ég heilu héraði, varð að leysa af. Svo fékk ég fast prestakall og varð prestur í Neskirkju í Noregi, kom úr Neskirkju í Reykjavík. Þetta er á yndislegum stað, ég var með þrjár kirkjur: Stavsjøkirkju, Neskirkju og Helgøya, Helgøya-kirkja á Helgøya. Og Neskirkjan var elst þeirra, steinkirkja, og elstu hlutar hennar voru frá því um 1250. Og svo las ég mér til um ferðir Snorra Sturlusonar. Hann fer þarna um svæðið upp með Mjøsa-vatninu og fram hjá Ringsaker, þar sem Ringsaker-kirkja var rétt hjá mér. Og þar bjó Hringur. Hann nefnir höfðingjana sem eru þarna og lýsir þessu öllu. Og þetta er bara örfáum, sko, hann var nú, hann var nú myrtur 1200, var það 43? Þannig að hann hefur nú kannski verið þarna eitthvað í kringum 1230. Það er svona 20 árum áður en menn byrjuðu að byggja þessa kirkju sem að ég var að þjóna í.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?
Hide picture