
Sjálfstæðisflokkurinn hefur auglýst Valhöll, höfuðstöðvar sínar við Háaleitisbraut 1, til sölu. Ekkert verð er auglýst á eigninni en tilboða er óskað.
Frá þessu greinir Mbl.is en í samtali við miðilinn segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður flokksins, að ástæðan fyrir sölunni sé sú starfsemi stjórnmálaflokka hafi breyst mikið á undanförnum árum og nýtingin á húsinu sé ekki mikil. Flokkurinn hefur því í hyggju að koma sér upp hentugra húsnæði.