fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

Eyjan
Laugardaginn 25. október 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mig dreymdi tvær alþýðuhetjur í nótt, Ólaf Friðriksson verkalýðsleiðtoga (d. 1964) og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur kvenréttindakonu (d. 1940). Þau voru á Arnarhóli í tilefni af 50 ára afmæli kvennafrídagsins. Ólafur sagðist vaka yfir stjórnmálunum og hann saknaði raunverulegra verkalýðsforingja og vinstri flokka. „Það er eins og forystan hafi misst öll tengsl við eiginlega umbjóðendur sína. Þetta er að verða eins og í Svíþjóð,“ sagði hann. „Þar voru verkalýðsleiðtogar hluti af valdastéttinni og lifðu eins og hún. Þeir voru kallaðir gåsleversosalister eða gæsalifrarsósíalistar í háðungarskyni. Þeir sögðust vera róttækir alþýðumenn en lifðu eins og burgeisar án allra tengsla við eiginlega umbjóðendur sína. Sama virðist hafa gerst hérlendis. Vinstri flokkarnir hafa fjarlægst uppruna sinn enda horfnir af þingi!“

Bríeti var mikið niðri fyrir um stöðu kvenna. „Konur börðust um árabil fyrir friði og jöfnum kjörum og náðu undraverðum árangri. Í dag sinna konur á Íslandi öllum helstu valdastörfum samfélagsins sem er vel! Þær eru í miklum meirihluta í framhaldsskólum og hafa brotist út úr gamalli kvenímynd og hlutverki. Aldrei hafa fæðst færri börn í landinu (1.53/kona) svo að konur hafa endurskoðað stöðu sína og markmið.“

Hún hélt áfram: „Femínistar nútímans eru vellaunaðar menntakonur í litlu sambandi við konur í láglaunastörfum og veruleikann. Þetta var sérlega skýrt í nýlegri umræðu um breytta tilhögun á leikskólum þar sem ekki var hlustað á Eflingarkonurnar á gólfinu. Sólveig Anna er eina konan sem heldur upp mínu merki í þessum söfnuði. Ég er farin að kalla þetta hvítvínsvínsfemínisma. Sagan breytir áherslum og baráttumálum. Gæsalifrarsósíalistar og hvítvínsfemínistar hafa tekið völdin og svo undrast menn yfir bakslagi í baráttunni!“ Bríet og Ólafur tókust í hendur og leiddust upp Laugaveginn. „Við nennum ekki að taka þátt í þessum fundi lengur. Þetta er að snúast upp í hvítvínsfyllerí!“ Við þetta vaknaði ég og hripaði niður drauminn í rauða stílabók frá Austurþýska Alþýðulýðveldinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd
EyjanFastir pennar
15.11.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
EyjanFastir pennar
15.11.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson