fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Eyjan

Primark átti erfið jól – Kenna „varkárum“ kaupendum og slæmu veðri um

Eyjan
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 20:30

Ein af verslunum Primark. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Associated British Foods, móðurfyrirtæki fatarisans Primark, hefur gefið það út að jólasala fyrirtækisins hafi valdið miklum vonbrigðum og það muni hafa talsverð áhrif á ársuppgjör fyrirtækisins og spár fyrir næsta ár. Segir í yfirlýsingu fyrirtækisins að viðskiptavinir virðist hafa verið „varkárir“ fyrir þessi jól og þá hafi veður haft áhrif á söluna. Til að mynda hafi milt veðurfar í október og nóvember haft þau áhrif að lítið seldist af vetrarvörum.

Daily Mail greinir frá og hefur eftir greinanda að Primark hafi lengi vel verið krúnudjásnið í eignasafni ABF en ljóminn virðist vera að dofna.

Primark nýtur talsverðra vinsælda hjá Íslendingum, ekki síst útaf hagstæðu verði, en samkeppni frá netverslum eins og Shein og Temu virðist vera að hafa áhrif á keðjuna stóru sem er ekki jafnsamkeppnishæf í netsölunni.

Hlutabréfaverð í Primark lækkaði um 15 prósent á síðasta ári og ljóst að þessi nýju tíðindi munu gera lítið til að auka tiltrú fjárfesta á fyrirtækinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli