fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Eyjan

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Eyjan
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flokkur fólksins uppfyllir ekki skilyrði laga til að fá styrki úr ríkissjóði sem stjórnmálaflokkur. Þetta má rekja til þess að flokkurinn er skráður sem frjáls félagasamtök en ekki stjórnmálasamtök. Frá þessu greindi Morgunblaðið í gær en málið hefur vakið töluverða athygli.

Lögum sem gilda um styrkina var breytt árið 2022 sem þýðir að í þrjú ár hefur flokkurinn fengið alls 240 milljónir úr ríkissjóði án þess að eiga í raun rétt á því.

Ekki er um einsdæmi að ræða. RÚV bendir á að Vinstri græn voru ekki skráð sem stjórnmálasamtök fyrr en á síðasta ári, en þá var skráningunni breytt eftir ítrekaðar athugasemdir ríkisendurskoðanda.

Eftir frétt Morgunblaðsins var tilkynnt að Flokkur fólksins fær ekki styrkinn í ár, en hann hefði að óbreyttu numið 70 milljónum króna.

Inga Sæland hefur boðað breytingar á skráningu eftir landsfund flokksins í febrúar. Hún óttast ekki að vera gert að skila styrkjunum enda hafi enginn vitað um þennan formgalla fyrr en nú.

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar, segir stórri spurningu ósvarað í málinu.

Hún skrifar á Facebook að stjórnmálasamtökum beri á ári hverju að skila ársreikningi til ríkisendurskoðanda. Skilaskyld eru stjórnmálasamtök eins og þau eru skilgreind í lögum. Hvernig megi það vera að ríkisendurskoðun hafi ekki gert athugasemd við skráningu Flokks fólksins?

„Nú hefur verið bent á það að Flokkur fólksins sé ekki skráður sem stjórnmálasamtök heldur félagasamtök og því ekki hægt að afgreiða fjárveitingar til samtakanna skv. ofangreindum lögum (þrátt fyrir að það hafi verið gert árlega frá stofnun).
Hvernig má það vera að ríkisendurskoðun hafi ekki flaggað þessu? Ég veit að RE bendir flokkum á ef fjárstuðningur sem tengist sömu kennitölu fer yfir leyfilega viðmiðunarfjárhæð, til dæmis ef viðkomandi hefur stutt flokkinn og svo til dæmis söfnun aðildarfélags á staðnum.

En embættið virðist ekki taka eftir félagaformi stjórnmálahreyfingarinnar sem verið er að rannsaka hjá embættinu? Er það ekki ögn sérstakt?

(Viðbót: Ég er ekki að skjóta Flokk fólksins heldur að benda á að enginn gerði athugasemd við þetta fyrr en, að því er virðist, Mogginn fór af stað. Þá allt í einu er fjárstuðningur óheimill. Hvar var embættismaður ríkisins í öll þessi ár?) “

Helga bætir við í athugsemd að það séu svo fjölmargir sem koma að ársreikningum félagasamtaka sem hefðu getað vakið athygli á málinu, svo sem Ríkisendurskoðun, Fjársýsla ríkisins og svo endurskoðandinn sem staðfestir ársreikninga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi