fbpx
Laugardagur 20.september 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki

Eyjan
Laugardaginn 20. september 2025 13:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kerfislæg tilhneiging að flækja hlutina, en boðskapur embættismannaveldisins hefur jafnan verið sá að full til einfalt og hraðvirkt regluverk geti tæpast verið viti borið. Þvert á móti verði fagmennskan mæld í flækjum, töfum og þæfingi, jafnvel þótt erindið kunni að gufa upp á endanum.

Fólkið í landinu finnur þetta á eigin skinni. Kerfið heldur aftur af framtakssemi þess.

Hér er vert að vitna í sanna sögu, sem hófst í ársbyrjun – og barst mér nýverið – en þá afréð fjölskylda nokkur að freista gæfunnar og setja á fót skemmtilega afþreyingu, sem hér verður ekki nánar lýst, en 300 fermetra hentugt húsnæði í miðjum bænum fannst fljótlega undir starfsemina, innan um önnur atvinnufyrirtæki á staðnum.

Sótt var um byggingarleyfi til að uppfylla öll rekstrarskilyrði, og í sömu mund var arkitekt fenginn til að hanna rýmið með öllu tilheyrandi, enda var biðtími hjá embættinu sagður aðeins um þrjár vikur.

Það lifnaði því yfir okkar fólki um stund, en því er ekki lengur að heilsa. Á haustmánuðum er það ekki enn komið með byggingarleyfi, og hvað þá rekstrarleyfi.

Ástæðuna má rekja til þess að byggingarfulltrúi hefur síendurtekið „komið með nýja og nýja athugasemd“ á hverjum fundinum af öðrum, eins og fjölskyldan orðar það, en listinn yfir lagfæringar hefur jafnan lengst eftir því sem oftar er sest niður með embættismanninum.

„Niðurstaða fjölskyldunnar, níu mánuðum eftir að hugmyndin að framtakinu fór að taka á sig mynd, er að það er svo gott sem ómögulegt að opna nýtt fyrirtæki hér á landi.“

Það þurfti að kalla til hljóðvistarfræðing til að taka út hugsanlegan hávaða frá starfseminni, enda þótt rýmið væri hannað undir atvinnustarfsemi á jarðhæð íbúðarhúsnæðis, og fyrir lægi að plata á milli hæða væri þykkari en reglur kváðu á um.

Svo voru gerðar athugasemdir út af brunakerfi, sem ekki sæist á teikningu, en enn einn fundinn þurfti til að sýna fulltrúanum að það væri einmitt til á teikningum.

Þá voru það sorpmálin, en gera þyrfti sérstaka grein fyrir þeim, sem var auðvelt, því sorpskýli er að finna á bakhlið hússins. Teikning því til staðfestingar lægi fyrir.

Í fyrstu komu engar athugasemdir við þá skýringu, en mánuði síðar var þó fundið að því að sorpskýli vantaði á teikningu. Því var aftur minnt á teikninguna sem kerfinu hafði bara yfirsést. En þá kom tilkynning um að málinu væri frestað þar sem saga væri um ósætti íbúa, eiganda atvinnurýmanna og annara fyrirtækja í húsinu um notkun þessa skýlis. Og fjölskyldan var þar með lent í deilum sem voru henni algerlega óviðkomandi, en þar að auki var vinsamlega bent á að engin veitingasala fælist í starfsemi hennar, og sama sem ekkert sorp félli því til, í mesta lagi einn innkaupapoki á viku.

Þegar fyrir lá auðfengið samþykki íbúa í húsinu fyrir að nota sorpgeymslu þeirra var enn og aftur leitað á náðir byggingarfulltrúa. En vikur liðu engu að síður. Þegar síðast var vitað hafði erindið ekki verið tekið fyrir.

Niðurstaða fjölskyldunnar, níu mánuðum eftir að hugmyndin að framtakinu fór að taka á sig mynd, er að það er svo gott sem ómögulegt að opna nýtt fyrirtæki hér á landi. Flestir sem það reyni þurfi að borga leigu, laun og annan kostnað á meðan verið er að koma fyrirtækinu á laggirnar. Sú sannreynd að það taki vel ríflega hálft ár að fá bara byggingarleyfi vegna breytinga á innra rými sé beinlínis galið. Kostnaður fjölskyldunnar við þessa töf sé þegar orðinn ærinn og það gefi augaleið að framtak af þessi tagi sé ekki á færi allra. Megi heita svo að fái þau ekki tekjur á móti kostnaði á allra næstu vikum, verði ævintýrið á enda runnið, áður en það byrjaði, og þeir tugir milljóna sem familían hafi sett í verkefnið frá því í byrjun árs, tapist með öllu.

En svona er raunveruleikinn, jafn ruglaður og hann er flókinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ameríka fyrst eða fullveldi og frelsi

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ameríka fyrst eða fullveldi og frelsi