fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Eyjan

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Eyjan
Föstudaginn 5. september 2025 19:30

Sigurður Hólmar Jóhannesson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Hólmar Jóhannesson framkvæmdastjóri Góðvildar Styrktarsjóðs skrifar: 

Í innsetningarræðu nýs rektors Háskóla Íslands, Silju Báru Ómarsdóttur, var fjallað um fjölbreytileika og jafnrétti. Hún sagði meðal annars:

Við þurfum að gæta þess að halda áfram að efla og styrkja fjölbreytileika því það er ekki síst hann sem skapar fjölskrúðuga nútímamenningu. Við eigum að fagna þeim sem hingað koma og auðga samfélagið okkar með nýjum siðum og venjum. Ísland er nefnilega ekki eyland nema í eiginlegri merkingu og verkefni okkar teygja sig langt út fyrir landamærin.“

Falleg orð og hugsanlega er hún að hugsa um að bjóða fleiri erlendum nemum í námið en á bak við orðin blasir grimmur veruleiki. Fötluðu fólki er hleypt inn í háskólasamfélagið með dropateljara og aðeins átta einstaklingar fá pláss í diplómanámi ANNAÐ HVERT ÁR.

Fatlaðir umsækjendur eru margfalt fleiri en þessir 8 annað hvert ár en flestir sitja eftir. Þetta er eina leið margra inn í háskólanám og hún er nánast lokuð.

Árið 2024 fékk Háskóli Íslands rúmlega 24 milljarða króna úr ríkissjóði til reksturs. Heildartekjur skólans voru um 37 milljarðar. Þetta er gríðarlegt fjármagn og skattfé okkar allra. Samfélagið borgar en spurningin er: fyrir hvern er verið að borga?

Er ásættanlegt að stofnun sem fær tugi milljarða úr sameiginlegum sjóðum setji upp sérstakt námskeið fyrir fatlað fólk og af þeim 9000 nemendum sem sækja skólann ár hver komast 4 fatlaðir að?

Að vísa fötluðum einstaklingum frá ár eftir ár er ekki „fjölbreytileiki“ það er útilokun. Það er misrétti. Það er skýr yfirlýsing um að fatlaðir eru ekki velkomnir.

Háskóli Íslands er samfélagsleg stofnun sem lifir á almannafé. Þegar tveir þriðju af öllum tekjum skólans koma úr ríkissjóði er réttmæt krafa að hann axli samfélagslega ábyrgð. Það á ekki að vera valkvætt það ætti að vera skylda og þar ættu yfirvöld að stíga inn og tryggja aðgengið.

En þetta á ekki aðeins við um Háskóla Íslands. Allar menntastofnanir sem þiggja styrk frá ríkinu ættu að bera sömu skyldu. Þegar opinbert fjármagn er grundvöllur rekstrarins er ekki hægt að láta aðgengi fatlaðs fólks vera aukaatriði. Það þarf að vera sjálfsagður hluti af starfseminni ekki valkvæð viðbót sem hægt er að veita eða neita eftir hentugleika.

Diplómanámið er ekki góðgerðarverkefni það á að vera sjálfsagður réttur. Fötluðu fólki á ekki að vera boðið í borðhald sem gestum einu sinni á tveggja ára fresti,  það á að eiga sinn sess í háskólasamfélaginu alltaf.

Lögin hindra alls ekki aðgengi fatlaðs fólks að háskólum og í raun gera þau hið gagnstæða þau eiga að passa að fatlaðir eigi jafnan rétt til náms. Það sem hins vegar stendur í vegi er ákvörðun háskólanna sjálfra, fjármögnun frá ríkinu og skortur á pólitískum vilja til að tryggja raunverulegt aðgengi.

Hvað þarf að gera?

  • Fjölga plássum strax í diplómanámi og öðru námi. Ekki bara átta einstaklingar á tveggja ára fresti
  • Eyrnamerkja fjármagn sérstaklega til að tryggja aðgengi ef háskólarnir ætla ekki að innleiða námið sjálfviljugir. 24 milljarðar ættu duga vel til þess að tryggja nám allra en þetta er spurning um forgangsröðun.
  • Breyta viðhorfi háskólasamfélagsins,  Diplómanámið á ekki að vera „sýningarverkefni“ og fatlaðir eiga að fá að ráða hvort þeir vilji fara í diplómanám eða annað nám eins og allir aðrir.

Silja Bára hefur nú einstakt tækifæri, hún getur sýnt að ræðan hennar hafi verið meira en ódýr blekking. Hún getur látið verkin tala með því að breyta forgangsröðun Háskóla Íslands og tryggja að fatlaðir nemendur fái raunverulegt aðgengi að háskólanámi.

Stjórnvöld bera líka ábyrgð. Fjármála- og menntamálaráðherrar samþykkja ár hvert tugmilljarða í rekstur HÍ og annarra menntastofnana. Þeir geta sett skilyrði fyrir styrknum sem er veittur í menntastofnanir. Skattgreiðendur eiga rétt á því að fjármagnið nýtist öllum,  líka þeim sem þurfa á aðgengi og stuðningi að halda.

Í dag stendur Háskóli Íslands og reyndar allt íslenskt menntakerfi frammi fyrir vali.  Að vera stofnanir sem tala um fjölbreytileika á tillidögum eða stofnanir sem umvefja hann. Að velja fyrra valið er ódýrt og menntastofnanir ættu að vera með meiri metnað.

Fatlaðir einstaklingar eiga fullan rétt á að vera hluti af háskólasamfélaginu, rétt eins og aðrir.

Það er kominn tími til að Háskóli Íslands og allar menntastofnanir sem þiggja tugi milljarða í opinberum styrkjum sýni í verki að fjölbreytileiki og jafnrétti eru ekki bara slagorð, heldur lifandi stefna.

Fyrsta skrefið er skýrt: Fleiri pláss í diplómanám strax.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip

Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu