fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Eyjan
Föstudaginn 29. ágúst 2025 18:30

Ari Kr. Sæmundsen, fyrrverandi framkvæmdastjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Las nýlega viðtal við Guðríði Helgadóttur (Gurrý í garðinum). Hún hafði m.a. áhyggjur af hernaði borgarinnar gegn grænum svæðum. Það má varla skína í grænt, þá skal byggja þar blokk, sbr. þéttingaráform í Breiðholti og Grafarvogi. „Ég held við séum á rangri leið akkúrat núna og ég vona að við sjáum að okkur,“ er haft eftir henni og hún vitnar í 3-30-300 regluna   ( https://nbsi.eu/the-3-30-300-rule/ ) sem nýtur aukinna vinsælda í borgarskipulagi og hljómar einhvern veginn þannig að þegar þú horfir út um gluggann heima hjá þér áttu að sjá a.m.k. 3 tré, um 30% af yfirborði þéttbýlis ætti að vera þakið gróðri og ekki meira en 300 metrar í næsta gróðurreit frá heimili þínu. Veit ekki hvort borgaryfirvöld hafa kynnt sér þessa reglu, en hafi þau gert það hlýtur eitthvað að hafa misfarist í þýðingu, því það mætti halda að hjá borginni þýddi 3-30-300 að það ættu ekki að vera meira en 3 metrar á milli húsa og 30 fermetra gróðurblettur á hverjar 300 íbúðir.

Las svo frétt um skipulag nýrra hverfa á Ártúnshöfða og Keldnalandi. Þar verða bílakjallarar undir fjölbýlishúsum bannaðir, þess í stað á að reisa miðlæg bílastæðahús, ef ég skil þetta rétt. (Þar fór einn gróðurreiturinn enn undir steypu.) Hugmyndin er að þau verði e.k. samkomuhús eða félagsheimili fyrir íbúa hverfisins og á jarðhæð verði verslanir og þjónustufyrirtæki . Sé fyrir mér auglýsingu í stigagangi blokkar á Ártúnshöfða: Bingó í bílastæðahúsinu í kvöld kl. 20:00. Magga á 13 mætir með gítarinn og það verður brekkusöngur í stigahúsinu á eftir. Gullabar opinn til kl. tvö.

Fór í kjörbúð. Við búðarkassann blasti við mynd af borgarstjóra á forsíðu Vikunnar og tilvitnun í viðtal: „Það skiptir máli að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni.“ Ímynda mér að borgarstjóri hafi hlegið dátt þegar hann skoðaði skipulagstillögur Ártúnshöfða og Keldnalands.

Geri mér grein fyrir að við þurfum að hafa skipulag á hlutunum, en það má nú eitthvað á milli vera. Er þess reyndar fullviss að þau sem eru að vinna að skipulagi þessara nýju hverfa (og þéttingarreitanna) mundu aldrei sætta sig við að búa við það skipulag. Það er ætlað öðrum.

Bestu kveðjur úr óbærilegum léttleika tilverunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?